Birgjar mismuna verslunum 26. janúar 2012 06:00 Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum. Minni verslanirnar verða því að keppa á grundvelli annars en verðs þegar þær eru að reyna að laða til sín viðskiptavini. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem heitir „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði." Skýrslan verður kynnt á ráðstefnu á Hótel Hilton Nordica í dag. Niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins benda til þess að talsverðar aðgangshindranir séu að dagvörumarkaði. Þær eiga rætur sínar að mestu að rekja til mismunandi kjara sem dagvöruverslanir njóta hjá birgjum. Í skýrslunni segir að „þrjár stórar verslanasamstæður, Hagar, Kaupás og Samkaup, hafa um 90% markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. Aðrar verslanir sem ekki eru hluti af umræddum verslanasamstæðum greiða birgjum mun hærra verð fyrir vörur, eða að meðaltali 15% hærra verð en stærsta verslanasamstæðan, Hagar, greiðir birgjum. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiðir í ljós að aðrar verslanir myndu almennt hafa mjög litla álagningu út úr vörusölu sinni ef þær ætluðu sér að jafna það verð sem lágvöruverslanir innan verslanasamstæðna bjóða". Við gerð skýrslunnar kannaði Samkeppniseftirlitið heildsöluverð frá birgjum til dagvöruverslana á um 270 algengum dagvörum. Hagar (sem reka m.a. Bónus og Hagkaup) greiddu nánast undantekningarlaust lægsta verðið, Kaupás (sem rekur m.a. Krónuna og Nóatún) greiddi um 4% hærra verð að meðaltali og Samkaup (sem reka m.a. Samkaupsverslanir og Nettó) um 6%. Minni verslanir (Fjarðarkaup, Kostur, Melabúðin, Miðbúðin og Verslunin Einar Ólafsson) greiddu hins vegar um 15% hærra verð að meðaltali fyrir vörur frá birgjum en Hagar.- þsj Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum. Minni verslanirnar verða því að keppa á grundvelli annars en verðs þegar þær eru að reyna að laða til sín viðskiptavini. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem heitir „Verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði." Skýrslan verður kynnt á ráðstefnu á Hótel Hilton Nordica í dag. Niðurstöður rannsóknar Samkeppniseftirlitsins benda til þess að talsverðar aðgangshindranir séu að dagvörumarkaði. Þær eiga rætur sínar að mestu að rekja til mismunandi kjara sem dagvöruverslanir njóta hjá birgjum. Í skýrslunni segir að „þrjár stórar verslanasamstæður, Hagar, Kaupás og Samkaup, hafa um 90% markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. Aðrar verslanir sem ekki eru hluti af umræddum verslanasamstæðum greiða birgjum mun hærra verð fyrir vörur, eða að meðaltali 15% hærra verð en stærsta verslanasamstæðan, Hagar, greiðir birgjum. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiðir í ljós að aðrar verslanir myndu almennt hafa mjög litla álagningu út úr vörusölu sinni ef þær ætluðu sér að jafna það verð sem lágvöruverslanir innan verslanasamstæðna bjóða". Við gerð skýrslunnar kannaði Samkeppniseftirlitið heildsöluverð frá birgjum til dagvöruverslana á um 270 algengum dagvörum. Hagar (sem reka m.a. Bónus og Hagkaup) greiddu nánast undantekningarlaust lægsta verðið, Kaupás (sem rekur m.a. Krónuna og Nóatún) greiddi um 4% hærra verð að meðaltali og Samkaup (sem reka m.a. Samkaupsverslanir og Nettó) um 6%. Minni verslanir (Fjarðarkaup, Kostur, Melabúðin, Miðbúðin og Verslunin Einar Ólafsson) greiddu hins vegar um 15% hærra verð að meðaltali fyrir vörur frá birgjum en Hagar.- þsj
Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira