Afar jákvæðar fréttir fyrir þjóðarbúið allt 28. janúar 2012 06:45 Steingrímur J. Sigfússon Segir reglugerðina um loðnukvóta vertíðarinnar með þeim skemmtilegri sem hann hefur undirritað.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur undirritað reglugerð þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Heildaraflamark vertíðarinnar verður 765 þúsund tonn. Er það 33 þúsund tonn umfram þær spár sem lágu til grundvallar bráðabirgðaaflamarki. Aukningin til íslenskra skipa nemur alls 372 þúsund tonnum og því verður heildaraflamark íslenskra skipa tæplega 554 þúsund tonn. Þessi aukning er meiri en heildarúthlutun til íslenskra skipa á öllu árinu 2011. Steingrímur segir um afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg að ræða og þjóðarbúið allt þar sem áætlað er að útflutningsverðmæti vertíðarinnar geti numið allt að 30 milljörðum króna. Þessi verðmætaaukning muni hafa jákvæð áhrif á hagvaxtarhorfur fyrir árið 2012. „Þetta er með skemmtilegri reglugerðum sem ég hef skrifað undir," segir Steingrímur. „Veiðistofninn reyndist jafn stór og vonir stóðu til á grundvelli mælinga á ungloðnu og rúmlega það. Kvótinn til íslensku skipanna er stór og gæti stækkað á síðari stigum vertíðarinnar takist erlendum skipum ekki að fullnýta allar sínar heimildir." Steingrímur segir að búhnykkurinn sé verulegur, ef allt fer sem horfir, og gæti reynst innlegg í hagvöxt ársins upp á 0,6% miðað við verðmæti vertíðarinnar í fyrra. „Þetta ræðst af mörkuðum en ef verða sæmilegar gæftir þá stefnir í afar góða vertíð." - shá Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur undirritað reglugerð þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Heildaraflamark vertíðarinnar verður 765 þúsund tonn. Er það 33 þúsund tonn umfram þær spár sem lágu til grundvallar bráðabirgðaaflamarki. Aukningin til íslenskra skipa nemur alls 372 þúsund tonnum og því verður heildaraflamark íslenskra skipa tæplega 554 þúsund tonn. Þessi aukning er meiri en heildarúthlutun til íslenskra skipa á öllu árinu 2011. Steingrímur segir um afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg að ræða og þjóðarbúið allt þar sem áætlað er að útflutningsverðmæti vertíðarinnar geti numið allt að 30 milljörðum króna. Þessi verðmætaaukning muni hafa jákvæð áhrif á hagvaxtarhorfur fyrir árið 2012. „Þetta er með skemmtilegri reglugerðum sem ég hef skrifað undir," segir Steingrímur. „Veiðistofninn reyndist jafn stór og vonir stóðu til á grundvelli mælinga á ungloðnu og rúmlega það. Kvótinn til íslensku skipanna er stór og gæti stækkað á síðari stigum vertíðarinnar takist erlendum skipum ekki að fullnýta allar sínar heimildir." Steingrímur segir að búhnykkurinn sé verulegur, ef allt fer sem horfir, og gæti reynst innlegg í hagvöxt ársins upp á 0,6% miðað við verðmæti vertíðarinnar í fyrra. „Þetta ræðst af mörkuðum en ef verða sæmilegar gæftir þá stefnir í afar góða vertíð." - shá
Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira