Rannsaka hvort kjör birgja standist lög 28. janúar 2012 08:30 Forstjórinn Páll Gunnar Pálsson kynnti skýrslu Samkeppniseftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði á fimmtudag. Fréttablaðið/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) mun rannsaka hvort tiltekin viðskiptakjör sem birgjar bjóða dagvöruverslunum brjóti í bága við samkeppnislög. Búast má við því að eftirlitið hefji sérstök stjórnsýslumál til að meta hvort kjörin séu lögmæt. Þetta staðfestir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri SE. Viðurlög við slíkum brotum, reynist þau hafa verið framin, eru sektir. Auk þess getur eftirlitið mælt fyrir um breytingar á starfsemi hinna brotlegu til að tryggja að brotin endurtaki sig ekki. Í skýrslu sem SE kynnti í vikunni kom fram að minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvöruverslanakeðjan á Íslandi. Hinar stóru samstæðurnar á markaðinum, Kaupás og Samkaup, fengju einnig umtalsvert betri kjör hjá birgjum. SE tiltekur í skýrslunni að mismunandi viðskiptakjör birgja geti verið réttlætanleg. Það geti til dæmis verið mikið kostnaðarlegt hagræði í því fólgið að dreifa vörum í birgðahús fremur en beint til hverrar verslunar fyrir sig. Auk þess sé skiljanlegt að taka tillit til magnhagræðis við innkaup. SE telur þó að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir hinu mismunandi verði í öllum tilvikum. Páll Gunnar segir að um verði að ræða rannsókn sem muni beinast að tilteknum aðilum. Í þeim verði skoðað hvort viðskiptakjör séu í samræmi við samkeppnislög. „Við munum senda upplýsingabeiðni til fjölmargra aðila á markaðinum þar sem fyrirtækin verða beðin um að koma með sín sjónarmið og veita upplýsingar í tengslum við það sem fram kemur í skýrslunni. Það er mjög líklegt að við munum síðan hefja sérstök stjórnsýslumál, enda erum við að leiða að því líkum í skýrslunni að það muni reynast birgjum erfitt að sýna fram á viðskiptalegar forsendur fyrir kjörunum í öllum tilvikum. Það er alveg ljóst að við munum fylgja þessum málum eftir, en það á eftir að ákveða hvernig það verður nákvæmlega gert og hvaða aðilar verði þar undir." Að sögn Páls Gunnars verður líklega tekin ákvörðun um í hvaða mál verði ráðist síðar á þessu ári. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira