Borgin hjálpi skátum að kaupa Úlfljótsvatn 28. janúar 2012 08:00 Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Skátasamband Reykjavíkur (SSR) og Skógræktarfélag Íslands gengu í fyrra frá kaupum á Úlfljótsvatni. Kaupverðið var 200 milljónir króna. Af því greiddi Skógræktarfélagið 150 milljónir. SSR og BÍS áttu hvort um sig að borga 25 milljónir með lánum frá Skógræktarfélaginu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi á Íslandi, segir BÍS reyndar ekki hafa nýtt sér lánsboðið frá skógræktarmönnum heldur hafa greitt sinn hlut. SSR er hins vegar í erfiðari stöðu. Skátar hafa í sjötíu ár byggt upp mikla aðstöðu á Úlfljótsvatni sem Bragi lýsir einfaldlega sem Mekka íslenskra skáta. Hreyfingin hafði leigusamning við Orkuveituna til meira en sextíu ára. Í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík segir Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður SSR, að Orkuveitan hafi sett tilvist skáta á Úlfljótsvatni í óvissu með því að setja jörðina í sölu. „Vegna þrýstings frá OR þá ákváðu SSR, BÍS og Skógræktarfélag Íslands að gera kauptilboð í jörðina," segir í bréfi Önnu, sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudag. „Ljóst er að SSR á ekki fé til kaupanna en sér sig engu að síður knúið til kaupanna og til að tryggja aðstöðu skáta og almennings að Úlfljótsvatni." Í umsögn Orkuveitunnar til borgarráðs segir að missagnir séu í lýsingu Önnu á aðdraganda sölunnar. Það hafi verið kaupendurnir sem hafi haft áhuga á viðskiptunum. Vitnað er í sameiginlega fréttatilkynningu að þeim loknum: „Í ljósi margvíslegra kvaða sem á jörðinni hvíla var hún ekki talin meðal þeirra eigna sem Orkuveitan ætti möguleika á að selja." Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Aðspurður segir Bragi Björnsson það misskilning að Orkuveitan hafi beitt skátahreyfinguna þrýstingi. „En auðvitað vorum við óróleg þegar við vissum að Úlfljótsvatn væri komið á sölulistann hjá Orkuveitunni sem við höfum átt ákaflega farsælt samstarf við. Svo býðst þetta tækifæri, að vera í samstarfi við þann frábæra aðila sem Skógræktin er og þá hoppuðum við á þann vagn. En það er engin launung að þetta verður erfitt fyrir okkur fjárhagslega," segir skátahöfðinginn á Íslandi. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Sjá meira
Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Skátasamband Reykjavíkur (SSR) og Skógræktarfélag Íslands gengu í fyrra frá kaupum á Úlfljótsvatni. Kaupverðið var 200 milljónir króna. Af því greiddi Skógræktarfélagið 150 milljónir. SSR og BÍS áttu hvort um sig að borga 25 milljónir með lánum frá Skógræktarfélaginu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi á Íslandi, segir BÍS reyndar ekki hafa nýtt sér lánsboðið frá skógræktarmönnum heldur hafa greitt sinn hlut. SSR er hins vegar í erfiðari stöðu. Skátar hafa í sjötíu ár byggt upp mikla aðstöðu á Úlfljótsvatni sem Bragi lýsir einfaldlega sem Mekka íslenskra skáta. Hreyfingin hafði leigusamning við Orkuveituna til meira en sextíu ára. Í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík segir Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður SSR, að Orkuveitan hafi sett tilvist skáta á Úlfljótsvatni í óvissu með því að setja jörðina í sölu. „Vegna þrýstings frá OR þá ákváðu SSR, BÍS og Skógræktarfélag Íslands að gera kauptilboð í jörðina," segir í bréfi Önnu, sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudag. „Ljóst er að SSR á ekki fé til kaupanna en sér sig engu að síður knúið til kaupanna og til að tryggja aðstöðu skáta og almennings að Úlfljótsvatni." Í umsögn Orkuveitunnar til borgarráðs segir að missagnir séu í lýsingu Önnu á aðdraganda sölunnar. Það hafi verið kaupendurnir sem hafi haft áhuga á viðskiptunum. Vitnað er í sameiginlega fréttatilkynningu að þeim loknum: „Í ljósi margvíslegra kvaða sem á jörðinni hvíla var hún ekki talin meðal þeirra eigna sem Orkuveitan ætti möguleika á að selja." Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Aðspurður segir Bragi Björnsson það misskilning að Orkuveitan hafi beitt skátahreyfinguna þrýstingi. „En auðvitað vorum við óróleg þegar við vissum að Úlfljótsvatn væri komið á sölulistann hjá Orkuveitunni sem við höfum átt ákaflega farsælt samstarf við. Svo býðst þetta tækifæri, að vera í samstarfi við þann frábæra aðila sem Skógræktin er og þá hoppuðum við á þann vagn. En það er engin launung að þetta verður erfitt fyrir okkur fjárhagslega," segir skátahöfðinginn á Íslandi. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Sjá meira