Flutt að heiman Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Inn um lúguna kom bréf um daginn. Það var stílað á heimasætuna en þó tekið fram að bréfið væri ætlað foreldrunum. Ég reif það upp annars hugar og sá að þetta var tilkynning um skráningu skottunnar í grunnskóla. Fyrstu viðbrögð mín voru að hér væri einhver misskilningur á ferðinni, stelpan rétt nýfædd að mér fannst! Ég man vel eftir fyrsta skóladeginum mínum. Foreldrar voru ekki hafðir jafnmikið með í ráðum þá eins og nú. Skólabíllinn kom einfaldlega og sótti mig þennan morgun þar sem ég stóð 7 ára í glænýrri úlpu á hlaðinu. Ég var með náttkjólinn minn og tannburstann í tösku en í þá daga voru heimavistarskólar í öllum sveitum. Ég kom ekki aftur heim fyrr en í vikulok. Fyrsti dagurinn var spennandi. Ég man ekkert eftir námsefninu, ekki einn einasta staf en ég man eftir litla gráa borðinu mínu og stólnum. Ég man að skólastýran var í bleikröndóttri skyrtu og leiddi þennan litla hóp nýrra nemenda um skólann. Við fengum að sjá hvar við ættum að hengja útifötin, hvar við ættum að borða, hvar við ættum að læra og hvar við ættum að sofa. Mér er sérstaklega minnisstætt reglur skólans sem skrifaðar voru á stórt spjald á ganginum. Þær voru tíu talsins. Ég man ekki eina einustu þeirra í dag, það vafðist talsvert fyrir mér að fara eftir þeim. Við sáum sjálf um að klæða okkur á morgnana, þvo okkur og bursta tennur og við hengdum blautu fötin sjálf upp í kyndiklefanum eftir útivist. Kennsla hófst að morgni og dagskráin stóð fram á kvöld. Ég man eftir okkur öllum á náttfötunum inni í einu herbergjanna að hlusta á kvöldsögu. Sumir með bangsann sinn. Við vorum í rauninni flutt að heiman, sjö ára pottormar. Minningar mínar úr skólanum eru góðar, stanslaus ærsl og hamagangur, fótbolti og fánaleikur, brauð með malakoff og þykk skúffukaka, kakó á fimmtudögum. Heimavistarfyrirkomulagið átti auðvitað ekki við alla. Það gekk á ýmsu og á ýmsu átti ég sjálf sök. Ég er ekki viss um að ég gæti horft á eftir skottunni minni upp í skólabíl með tannbursta í tösku. Ég get huggað mig við að hún flytur ekki að heiman enda skólinn hennar í göngufæri. Tannburstinn hennar verður á sínum stað og hún sefur í rúminu sínu á næturnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun
Inn um lúguna kom bréf um daginn. Það var stílað á heimasætuna en þó tekið fram að bréfið væri ætlað foreldrunum. Ég reif það upp annars hugar og sá að þetta var tilkynning um skráningu skottunnar í grunnskóla. Fyrstu viðbrögð mín voru að hér væri einhver misskilningur á ferðinni, stelpan rétt nýfædd að mér fannst! Ég man vel eftir fyrsta skóladeginum mínum. Foreldrar voru ekki hafðir jafnmikið með í ráðum þá eins og nú. Skólabíllinn kom einfaldlega og sótti mig þennan morgun þar sem ég stóð 7 ára í glænýrri úlpu á hlaðinu. Ég var með náttkjólinn minn og tannburstann í tösku en í þá daga voru heimavistarskólar í öllum sveitum. Ég kom ekki aftur heim fyrr en í vikulok. Fyrsti dagurinn var spennandi. Ég man ekkert eftir námsefninu, ekki einn einasta staf en ég man eftir litla gráa borðinu mínu og stólnum. Ég man að skólastýran var í bleikröndóttri skyrtu og leiddi þennan litla hóp nýrra nemenda um skólann. Við fengum að sjá hvar við ættum að hengja útifötin, hvar við ættum að borða, hvar við ættum að læra og hvar við ættum að sofa. Mér er sérstaklega minnisstætt reglur skólans sem skrifaðar voru á stórt spjald á ganginum. Þær voru tíu talsins. Ég man ekki eina einustu þeirra í dag, það vafðist talsvert fyrir mér að fara eftir þeim. Við sáum sjálf um að klæða okkur á morgnana, þvo okkur og bursta tennur og við hengdum blautu fötin sjálf upp í kyndiklefanum eftir útivist. Kennsla hófst að morgni og dagskráin stóð fram á kvöld. Ég man eftir okkur öllum á náttfötunum inni í einu herbergjanna að hlusta á kvöldsögu. Sumir með bangsann sinn. Við vorum í rauninni flutt að heiman, sjö ára pottormar. Minningar mínar úr skólanum eru góðar, stanslaus ærsl og hamagangur, fótbolti og fánaleikur, brauð með malakoff og þykk skúffukaka, kakó á fimmtudögum. Heimavistarfyrirkomulagið átti auðvitað ekki við alla. Það gekk á ýmsu og á ýmsu átti ég sjálf sök. Ég er ekki viss um að ég gæti horft á eftir skottunni minni upp í skólabíl með tannbursta í tösku. Ég get huggað mig við að hún flytur ekki að heiman enda skólinn hennar í göngufæri. Tannburstinn hennar verður á sínum stað og hún sefur í rúminu sínu á næturnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun