Lífið saltfiskur og ukulele 3. febrúar 2012 11:00 Óskar Guðnason "Það er tóm ævintýramennska að standa í svona útgáfu,“ segir Óskar sem heillaðist af ljóðum Kristínar á Hlíð, samdi lög við þau og gaf út. Fréttablaðið/Anton Í einangrun taílensks sveitalífs urðu til lög við ástarljóð Kristínar á Hlíð í Lóni. Þegar Óskar Guðnason tónlistarmaður fór þangað í heimsókn greip hann með sér ljóðabók hennar, Bréf til næturinnar, og hljóðfærið ukulele. „Það var áskorun fyrir mig að semja lög við þessi fallegu ljóð því yfirleitt hef ég gert lögin fyrst og svo fengið góða hagyrðinga eins og Guðbjart Össurarson eða Ingólf Steinsson til að yrkja texta við þau," segir Óskar Guðnason tónlistarmaður sem fyrir jól gaf út diskinn Til næturinnar með eigin lögum við ljóð Kristínar Jónsdóttur á Hlíð í Lóni. Hann lýsir tildrögunum: „Bók Kristínar, Bréf til næturinnar, kom fyrst út í árslok 2009. Ég sá viðtal við skáldkonuna í Lesbók Morgunblaðsins og sýnishorn af kveðskapnum. Ég tel mig hafa svolítið vit á skáldskap og heillaðist strax af ljóðunum, einlægni þeirra og tungutaki. Þar sem ég ólst upp austur á Hornafirði og er búinn að vera mikið í Lóninu upptendraðist ég og samdi strax lag við eitt þeirra sem heitir Haustkvöld. Ég ákvað að hringja í Kristínu og fá leyfi til að gera lög við fleiri ljóð og gefa út. Hún tók því vel, ég bjó til fáein í viðbót en var að guggna á útgáfuhugmyndinni. Í nóvember 2010 fór ég svo með konunni minni í tveggja mánaða heimsókn til fólksins hennar í Taílandi og tók með mér bókina Bréf til næturinnar og litla strengjahljóðfærið ukulele. Fjölskylda konunnar býr úti í sveit. Þar var bara taílenskt sjónvarp, ekkert útvarp og engin blöð. Ég gat auk þess lítið talað við fólkið – svona eins og maður talar við fólk – en þegar ég var búinn að vera í sveitinni í nokkrar vikur var ég búinn að semja fimm lög í viðbót, meðal annars Dagrenningu, sem hægt er að hlusta á á Youtube."Umslag plötunnar.Þegar Óskar kom heim kveðst hann hafa farið að hjálpa vini sínum að dytta að húsinu hans. Sá er tónlistarmaður og líka með stúdíó. Þar þróaðist útgáfuhugmyndin og þeir fóru að taka upp grunna að lögum. „Þá fór ég að svipast um eftir söngkonu og fann hana Unni Birnu Björnsdóttur," segir Óskar. „Hún hafði sungið með South River Band og mér fannst röddin hennar eiga vel við mín lög, enda small hún inn í dæmið. Einnig fékk ég ungan mann, Arnar Jónsson, til að syngja þrjú lög. Hann var í strákakvartettinum Luxor sem Einar Bárðarson stofnaði og ég kynntist honum líka hjá þessum vini mínum. Í einni kaffipásunni fór ég að ræða við hann um mína drauma þannig að í næstu pásu var hann látinn prófa að syngja og er ljómandi góður líka." Engir aukvisar eru heldur við hljóðfærin, Þórir Úlfarsson, Hafþór Smári Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson, Óskar Guðjónsson og Þorsteinn Magnússon. Sjálfur er Óskar Guðnason á öllum póstum, semur lögin, spilar undir, hannar umslag og stjórnar upptökum með öðrum auk þess að sjá um sölu disksins, meðal annars gegnum netfangið oskargold@hotmail.com „Það er auðvitað eintóm ævintýramennska að standa í svona útgáfu enda kemur hún niður á heimilisbókhaldinu," segir hann. „Diskurinn kom út í nóvember en mér hefur gengið illa að komast í spilun á útvarpsstöðvunum. Þannig að lífið er bara saltfiskur áfram." gun@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Í einangrun taílensks sveitalífs urðu til lög við ástarljóð Kristínar á Hlíð í Lóni. Þegar Óskar Guðnason tónlistarmaður fór þangað í heimsókn greip hann með sér ljóðabók hennar, Bréf til næturinnar, og hljóðfærið ukulele. „Það var áskorun fyrir mig að semja lög við þessi fallegu ljóð því yfirleitt hef ég gert lögin fyrst og svo fengið góða hagyrðinga eins og Guðbjart Össurarson eða Ingólf Steinsson til að yrkja texta við þau," segir Óskar Guðnason tónlistarmaður sem fyrir jól gaf út diskinn Til næturinnar með eigin lögum við ljóð Kristínar Jónsdóttur á Hlíð í Lóni. Hann lýsir tildrögunum: „Bók Kristínar, Bréf til næturinnar, kom fyrst út í árslok 2009. Ég sá viðtal við skáldkonuna í Lesbók Morgunblaðsins og sýnishorn af kveðskapnum. Ég tel mig hafa svolítið vit á skáldskap og heillaðist strax af ljóðunum, einlægni þeirra og tungutaki. Þar sem ég ólst upp austur á Hornafirði og er búinn að vera mikið í Lóninu upptendraðist ég og samdi strax lag við eitt þeirra sem heitir Haustkvöld. Ég ákvað að hringja í Kristínu og fá leyfi til að gera lög við fleiri ljóð og gefa út. Hún tók því vel, ég bjó til fáein í viðbót en var að guggna á útgáfuhugmyndinni. Í nóvember 2010 fór ég svo með konunni minni í tveggja mánaða heimsókn til fólksins hennar í Taílandi og tók með mér bókina Bréf til næturinnar og litla strengjahljóðfærið ukulele. Fjölskylda konunnar býr úti í sveit. Þar var bara taílenskt sjónvarp, ekkert útvarp og engin blöð. Ég gat auk þess lítið talað við fólkið – svona eins og maður talar við fólk – en þegar ég var búinn að vera í sveitinni í nokkrar vikur var ég búinn að semja fimm lög í viðbót, meðal annars Dagrenningu, sem hægt er að hlusta á á Youtube."Umslag plötunnar.Þegar Óskar kom heim kveðst hann hafa farið að hjálpa vini sínum að dytta að húsinu hans. Sá er tónlistarmaður og líka með stúdíó. Þar þróaðist útgáfuhugmyndin og þeir fóru að taka upp grunna að lögum. „Þá fór ég að svipast um eftir söngkonu og fann hana Unni Birnu Björnsdóttur," segir Óskar. „Hún hafði sungið með South River Band og mér fannst röddin hennar eiga vel við mín lög, enda small hún inn í dæmið. Einnig fékk ég ungan mann, Arnar Jónsson, til að syngja þrjú lög. Hann var í strákakvartettinum Luxor sem Einar Bárðarson stofnaði og ég kynntist honum líka hjá þessum vini mínum. Í einni kaffipásunni fór ég að ræða við hann um mína drauma þannig að í næstu pásu var hann látinn prófa að syngja og er ljómandi góður líka." Engir aukvisar eru heldur við hljóðfærin, Þórir Úlfarsson, Hafþór Smári Guðmundsson, Pálmi Gunnarsson, Óskar Guðjónsson og Þorsteinn Magnússon. Sjálfur er Óskar Guðnason á öllum póstum, semur lögin, spilar undir, hannar umslag og stjórnar upptökum með öðrum auk þess að sjá um sölu disksins, meðal annars gegnum netfangið oskargold@hotmail.com „Það er auðvitað eintóm ævintýramennska að standa í svona útgáfu enda kemur hún niður á heimilisbókhaldinu," segir hann. „Diskurinn kom út í nóvember en mér hefur gengið illa að komast í spilun á útvarpsstöðvunum. Þannig að lífið er bara saltfiskur áfram." gun@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið