Línur sem ná beint til hjartans 11. febrúar 2012 11:00 Þór og Erlendur Eiríksson í Vesturportsýningunni Rómeó og Júlíu á West End.Mynd/Eddi Mér þykir ákaflega vænt um að Þjóðleikhúsið skyldi sýna mér áhuga og hafa fylgst með störfum mínum erlendis, segir Þór Breiðfjörð, leikari og söngvari, þar sem við sitjum á gangi í starfsmannaaðstöðu Þjóðleikhússins með kaffi í krúsum og litlar piparkökur að maula. Þór er nefnilega að æfa aðalhlutverkið í söngleiknum Vesalingunum eftir Victor Hugo sem frumsýndur verður í byrjun mars. Hann kveðst hafa farið í áheyrnarprufur eins og hver annar, enda sé um marga sterka söngvara að ræða í landinu. Þór þekkir verkið vel, söng í Vesalingunum í tvö ár á West End í London og fór auk þess með sýninguna um Skandinavíu með öðrum norrænum söngvurum. „Í heild á ég um 1.000 sýningar að baki í Vesalingunum í fimm mismunandi hlutverkum. En Jean Valjean er draumahlutverkið. Victor Hugo, höfundur Vesalinganna, er Halldór Laxness Frakka og Jean Valjean er á pari við Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni," segir Þór sem telur verkið kallast vel á við samtímann með öllum sínum byltingum, þótt það gerist á fyrri hluta 19. aldar. „Við erum með frábæran texta sem Friðrik Erlingsson rithöfundur hefur umort og er með orðum og línum sem ná beint til hjartans," segir hann. „Leikmyndin er líka ákaflega frumleg og ég held að opnunaratriðið eigi eftir að verða stórbrotið og enn meira spennandi en á West End. Hér er mikill metnaður af allra hálfu, orka og gleði. Við erum eins og krakkar í nammibúð." Þór ólst upp í Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem faðir hans var kennari. Hann hóf tónlistarferilinn á að læra á klassískt píanó og þrettán ára var hann kominn í skólahljómsveit. „Marinó Björnsson smíðakennari spilaði í dansbandi og hjá honum lærði ég hljóma. Þá opnaðist fyrir mér heimur poppsins," rifjar hann upp. Sextán ára settist Þór í Ármúlaskólann eins og margt utanbæjarfólk. „Það var mjög fínt fyrir mig að fara í Fjölbraut í Ármúla," segir hann. Ég tók bæði mála- og náttúrufræðibraut því ég gat ekki valið á milli en gekk vel að læra, auk þess var ég að vinna í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og í hljómsveit í skólanum. Við í FÁ vorum með Hótel Ísland sem okkar hátíðasal, þannig að án þess að ég vissi af fékk ég mikla þjálfun í að koma fram. Við hituðum upp fyrir Síðan skein sól og Sálina hans Jóns míns og einu sinni var ég í dúettinum Strandamenn sem söng Beach Boys lög. Það er til mynd af okkur í Sálarjökkum að ofan og Bermúdastuttbuxum að neðan. Verst að hún er eiginlega ónýt."Þór og Erlendur Eiríksson í Vesturportsýningunni Rómeó og Júlíu á West End.Mynd/EddiÞór var einn þeirra sem sungu í Hárinu 1994 ásamt mörgum öðrum sem þá voru að stíga sín fyrstu skref á frægðarbrautinni, Margréti Eir, Hilmi Snæ, Emilíönu Torrini, Pétri Erni, Ingvari E. Sigurðssyni, Margréti Vilhjálms, Matthíasi Matthíassyni, Baltasar Kormáki og fleirum. „Við vorum krakkarnir í Hárinu, alveg þrusuhópur," segir hann brosandi. „Í framhaldinu var mér boðið að syngja í Súperstar á móti Stebba Hilmars." En hvernig skyldi Þór hafa komist að á West End? „Ég var farinn að hugsa út á við og láta mig dreyma. Byrjaði samt á að fara í líffræði því ég er svona í endanum á þeirri kynslóð sem fannst músík ekki vera alvöru vinna. Þegar ég frétti af postgratuade námi í Arts Educational London Schools, sem er einn af stærstu leiklistarskólunum í London, sótti ég um með vídeói og fékk pláss. Þar gat ég verið bæði í leiklistar- og söngleikjadeild. Á þessum tíma var ég búinn að kynnast konunni minni, Hugrúnu Sigurðardóttur, og við ákváðum að skella okkur út. Á West End fékk ég inni í Súperstar, eftir geðveikt inntökupróf þar sem milljón manns mætti og tók númer. Ég var búinn að bíða allan daginn með nóturnar mínar og fékk svo bara að taka átta takta úr laginu sem ég ætlaði að syngja til að heilla dómendurna. Ég tók eitthvað úr Súperstar og endaði sem einn af lærisveinunum. Þá fékk ég umboðsmann og allt fór að rúlla svo ég var samfelld ellefu ár á West End og víðar. Strákurinn okkar, hann Kristinn, fæddist 1998. Þá var ein sýning eftir af Súperstar og vika í að ég byrjaði í Vesalingunum. Reyndar fæddist hann svo fljótt að ég þurfti að taka á móti honum á heimili okkar, en það er önnur og lengri saga." Litla fjölskyldan bjó í fallegu ensku sveitaþorpi með gömlum kirkjum, að sögn Þórs. „Það var yndislegt að vera þarna en fólkið okkar heima var farið að toga. Samt langaði okkur í smá meiri ævintýri áður en við færum heim. Ég kynntist upptökustjóra í Kanada sem var hrifinn af tónlistinni sem ég var að búa til svo við fluttum til Kanada og keyptum hús í Nova Scotia með átta hekturum í kring og breiðri á með silungi og laxi. Þetta var svona Johnny Cash fílingur. Ég gerði plötuna Running Naked sem var tilnefnd til ECMA verðlauna og mér var boðið að spila á ýmsum stöðum. Við höfðum það mjög gott, fengumst við þýðingar líka en söknuðum reyndar leikhússins, því þarna er lítil leikhúsmenning. Maður sér hvað Reykjavík er ótrúleg borg í samanburði við til dæmis Halifax þar sem er bara eitt atvinnuleikhús sem er auk þess mikið með farandsýningar."Með Derek Jacobi leikara að aflokinni frumsýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu á West End.Mynd/EddiÁstæðuna fyrir flutningnum heim til Íslands í ágúst 2010 segir Þór hafa verið heimþrá. „Við Hugrún viljum líka að sonur okkar alist upp sem Íslendingur. Áttuðum okkur á því að þegar hann væri orðinn táningur færi hann að festast meira úti. Við hlökkum til að fara með hann um landið, bæði akandi og gangandi. Okkur finnst hann þurfa að læra hver okkar arfleifð er og tala íslensku eins og innfæddur þó að hann sé fæddur erlendis. Það gengur vel. Hann er í frábærum bekk í Kópavogsskóla, er hamingjusamur og elskar Ísland þannig að í augnablikinu njótum við þess öll að vera hér innan um ættingja og vini." Frekari upplýsingar um Þór er að finna á vefsetri hans, thorthemusic.com. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Mér þykir ákaflega vænt um að Þjóðleikhúsið skyldi sýna mér áhuga og hafa fylgst með störfum mínum erlendis, segir Þór Breiðfjörð, leikari og söngvari, þar sem við sitjum á gangi í starfsmannaaðstöðu Þjóðleikhússins með kaffi í krúsum og litlar piparkökur að maula. Þór er nefnilega að æfa aðalhlutverkið í söngleiknum Vesalingunum eftir Victor Hugo sem frumsýndur verður í byrjun mars. Hann kveðst hafa farið í áheyrnarprufur eins og hver annar, enda sé um marga sterka söngvara að ræða í landinu. Þór þekkir verkið vel, söng í Vesalingunum í tvö ár á West End í London og fór auk þess með sýninguna um Skandinavíu með öðrum norrænum söngvurum. „Í heild á ég um 1.000 sýningar að baki í Vesalingunum í fimm mismunandi hlutverkum. En Jean Valjean er draumahlutverkið. Victor Hugo, höfundur Vesalinganna, er Halldór Laxness Frakka og Jean Valjean er á pari við Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni," segir Þór sem telur verkið kallast vel á við samtímann með öllum sínum byltingum, þótt það gerist á fyrri hluta 19. aldar. „Við erum með frábæran texta sem Friðrik Erlingsson rithöfundur hefur umort og er með orðum og línum sem ná beint til hjartans," segir hann. „Leikmyndin er líka ákaflega frumleg og ég held að opnunaratriðið eigi eftir að verða stórbrotið og enn meira spennandi en á West End. Hér er mikill metnaður af allra hálfu, orka og gleði. Við erum eins og krakkar í nammibúð." Þór ólst upp í Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem faðir hans var kennari. Hann hóf tónlistarferilinn á að læra á klassískt píanó og þrettán ára var hann kominn í skólahljómsveit. „Marinó Björnsson smíðakennari spilaði í dansbandi og hjá honum lærði ég hljóma. Þá opnaðist fyrir mér heimur poppsins," rifjar hann upp. Sextán ára settist Þór í Ármúlaskólann eins og margt utanbæjarfólk. „Það var mjög fínt fyrir mig að fara í Fjölbraut í Ármúla," segir hann. Ég tók bæði mála- og náttúrufræðibraut því ég gat ekki valið á milli en gekk vel að læra, auk þess var ég að vinna í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og í hljómsveit í skólanum. Við í FÁ vorum með Hótel Ísland sem okkar hátíðasal, þannig að án þess að ég vissi af fékk ég mikla þjálfun í að koma fram. Við hituðum upp fyrir Síðan skein sól og Sálina hans Jóns míns og einu sinni var ég í dúettinum Strandamenn sem söng Beach Boys lög. Það er til mynd af okkur í Sálarjökkum að ofan og Bermúdastuttbuxum að neðan. Verst að hún er eiginlega ónýt."Þór og Erlendur Eiríksson í Vesturportsýningunni Rómeó og Júlíu á West End.Mynd/EddiÞór var einn þeirra sem sungu í Hárinu 1994 ásamt mörgum öðrum sem þá voru að stíga sín fyrstu skref á frægðarbrautinni, Margréti Eir, Hilmi Snæ, Emilíönu Torrini, Pétri Erni, Ingvari E. Sigurðssyni, Margréti Vilhjálms, Matthíasi Matthíassyni, Baltasar Kormáki og fleirum. „Við vorum krakkarnir í Hárinu, alveg þrusuhópur," segir hann brosandi. „Í framhaldinu var mér boðið að syngja í Súperstar á móti Stebba Hilmars." En hvernig skyldi Þór hafa komist að á West End? „Ég var farinn að hugsa út á við og láta mig dreyma. Byrjaði samt á að fara í líffræði því ég er svona í endanum á þeirri kynslóð sem fannst músík ekki vera alvöru vinna. Þegar ég frétti af postgratuade námi í Arts Educational London Schools, sem er einn af stærstu leiklistarskólunum í London, sótti ég um með vídeói og fékk pláss. Þar gat ég verið bæði í leiklistar- og söngleikjadeild. Á þessum tíma var ég búinn að kynnast konunni minni, Hugrúnu Sigurðardóttur, og við ákváðum að skella okkur út. Á West End fékk ég inni í Súperstar, eftir geðveikt inntökupróf þar sem milljón manns mætti og tók númer. Ég var búinn að bíða allan daginn með nóturnar mínar og fékk svo bara að taka átta takta úr laginu sem ég ætlaði að syngja til að heilla dómendurna. Ég tók eitthvað úr Súperstar og endaði sem einn af lærisveinunum. Þá fékk ég umboðsmann og allt fór að rúlla svo ég var samfelld ellefu ár á West End og víðar. Strákurinn okkar, hann Kristinn, fæddist 1998. Þá var ein sýning eftir af Súperstar og vika í að ég byrjaði í Vesalingunum. Reyndar fæddist hann svo fljótt að ég þurfti að taka á móti honum á heimili okkar, en það er önnur og lengri saga." Litla fjölskyldan bjó í fallegu ensku sveitaþorpi með gömlum kirkjum, að sögn Þórs. „Það var yndislegt að vera þarna en fólkið okkar heima var farið að toga. Samt langaði okkur í smá meiri ævintýri áður en við færum heim. Ég kynntist upptökustjóra í Kanada sem var hrifinn af tónlistinni sem ég var að búa til svo við fluttum til Kanada og keyptum hús í Nova Scotia með átta hekturum í kring og breiðri á með silungi og laxi. Þetta var svona Johnny Cash fílingur. Ég gerði plötuna Running Naked sem var tilnefnd til ECMA verðlauna og mér var boðið að spila á ýmsum stöðum. Við höfðum það mjög gott, fengumst við þýðingar líka en söknuðum reyndar leikhússins, því þarna er lítil leikhúsmenning. Maður sér hvað Reykjavík er ótrúleg borg í samanburði við til dæmis Halifax þar sem er bara eitt atvinnuleikhús sem er auk þess mikið með farandsýningar."Með Derek Jacobi leikara að aflokinni frumsýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu á West End.Mynd/EddiÁstæðuna fyrir flutningnum heim til Íslands í ágúst 2010 segir Þór hafa verið heimþrá. „Við Hugrún viljum líka að sonur okkar alist upp sem Íslendingur. Áttuðum okkur á því að þegar hann væri orðinn táningur færi hann að festast meira úti. Við hlökkum til að fara með hann um landið, bæði akandi og gangandi. Okkur finnst hann þurfa að læra hver okkar arfleifð er og tala íslensku eins og innfæddur þó að hann sé fæddur erlendis. Það gengur vel. Hann er í frábærum bekk í Kópavogsskóla, er hamingjusamur og elskar Ísland þannig að í augnablikinu njótum við þess öll að vera hér innan um ættingja og vini." Frekari upplýsingar um Þór er að finna á vefsetri hans, thorthemusic.com.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira