Alþjóðlegar uppáferðir Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. febrúar 2012 10:00 Í síðustu viku lenti ég í miklum vanda á hljómsveitaræfingu þar sem mikill fjöldi fólks fylgdist með. Þá höfðum við leikið eitt lag eftir Eric Clapton og svo annað eftir Georg Harrison svo ég vildi fræða viðstadda um að tónskáld þessi væru kviðmágar. En hvernig í ósköpunum segir maður nú kviðmágur á spænsku. Bað ég gítarleikarann að leysa úr þessum vanda svo ég hvísla að honum: „Hvað kallið þið, hérna á Spáni, tvo menn sem hafa rekkt hjá sömu konunni?" Fannst honum spurningin athyglisverð og ákvað að deila henni með viðstöddum. Einn setti upp sálfræðingasvip og spurði hvað mér lægi eiginlega á hjarta? Ég sagðist einfaldlega vera að leita að spænsku orði fyrir „kviðmága." Annar einblíndi meira á tæknilegu hliðina og spurði hvort menn yrðu að rekkja samtímis með sömu konunni til að getað kallast kviðmágar. Ég fór að sjá óendanlega mikið eftir því að hafa látið móðurmálið leiða mig í þessar ógöngur svo ég taldi í næsta lag. Nú er ég því alveg hættur að reyna að þýða orð beint á milli tungumála. Það endar alltaf með heilabrotum svo bróthljóðin glymja um allt og yfirgnæfa lög þeirra kviðmága. Til dæmis er Spánverjum afar tamt að kalla hver aðra geithafra í tíma og ótíma, eða cabron. Í fyrstu, þegar ég heyrði þetta, varð ég hálf kindarlegur enda engin leið að skilja svona ósköp. Fljótlega var ég farinn að sjá að umræddir geithafrar áttu að hafa sýnt af sér einhvern óþokkaskap. Aftur fóru málin svo að flækjast þegar ég heyrði hérlenda segja að menn yrðu geitarlegir þegar þeim hljóp kapp í kinn. Ég var lengi að leita að íslensku orði fyrir cabron en hef nú gefist upp á því. En orðið er nú orðið kristalskýrt í huga mér eftir að ég fór að dvelja í spænskri sveit. Þar sé ég hátterni hins hornótta. Geithafurinn hugsar um það eitt að koma kynbræðrum sínum fyrir kattarnef svo að hann geti síðan setið einn að öllum geitunum. Síðan vappar hann um í réttinni og hoppar upp á hvern afturenda sem honum þykir fýsilegastur hverju sinni og gamnar sér um stund. Kynbræðurnir sem njóta ekki þessara forréttinda verða geitarlegir og hafa allt á hornum sér en sá sterki er með egóið í góðu lagi eftir alla drættina og stangar úr þeim rostann. Hvílíkur geithafur sem hann getur verið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Í síðustu viku lenti ég í miklum vanda á hljómsveitaræfingu þar sem mikill fjöldi fólks fylgdist með. Þá höfðum við leikið eitt lag eftir Eric Clapton og svo annað eftir Georg Harrison svo ég vildi fræða viðstadda um að tónskáld þessi væru kviðmágar. En hvernig í ósköpunum segir maður nú kviðmágur á spænsku. Bað ég gítarleikarann að leysa úr þessum vanda svo ég hvísla að honum: „Hvað kallið þið, hérna á Spáni, tvo menn sem hafa rekkt hjá sömu konunni?" Fannst honum spurningin athyglisverð og ákvað að deila henni með viðstöddum. Einn setti upp sálfræðingasvip og spurði hvað mér lægi eiginlega á hjarta? Ég sagðist einfaldlega vera að leita að spænsku orði fyrir „kviðmága." Annar einblíndi meira á tæknilegu hliðina og spurði hvort menn yrðu að rekkja samtímis með sömu konunni til að getað kallast kviðmágar. Ég fór að sjá óendanlega mikið eftir því að hafa látið móðurmálið leiða mig í þessar ógöngur svo ég taldi í næsta lag. Nú er ég því alveg hættur að reyna að þýða orð beint á milli tungumála. Það endar alltaf með heilabrotum svo bróthljóðin glymja um allt og yfirgnæfa lög þeirra kviðmága. Til dæmis er Spánverjum afar tamt að kalla hver aðra geithafra í tíma og ótíma, eða cabron. Í fyrstu, þegar ég heyrði þetta, varð ég hálf kindarlegur enda engin leið að skilja svona ósköp. Fljótlega var ég farinn að sjá að umræddir geithafrar áttu að hafa sýnt af sér einhvern óþokkaskap. Aftur fóru málin svo að flækjast þegar ég heyrði hérlenda segja að menn yrðu geitarlegir þegar þeim hljóp kapp í kinn. Ég var lengi að leita að íslensku orði fyrir cabron en hef nú gefist upp á því. En orðið er nú orðið kristalskýrt í huga mér eftir að ég fór að dvelja í spænskri sveit. Þar sé ég hátterni hins hornótta. Geithafurinn hugsar um það eitt að koma kynbræðrum sínum fyrir kattarnef svo að hann geti síðan setið einn að öllum geitunum. Síðan vappar hann um í réttinni og hoppar upp á hvern afturenda sem honum þykir fýsilegastur hverju sinni og gamnar sér um stund. Kynbræðurnir sem njóta ekki þessara forréttinda verða geitarlegir og hafa allt á hornum sér en sá sterki er með egóið í góðu lagi eftir alla drættina og stangar úr þeim rostann. Hvílíkur geithafur sem hann getur verið!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun