Ísland gerir ekki nóg til að fyrirbyggja kynþáttafordóma 21. febrúar 2012 05:00 Árið 2006 var hugmyndin að reisa mmosku við hliðina á Staldrinu. Þá áttu Múslimar fá lóð á hálfgerðu malarsvæði í jaðrinum á Elliðaárdalnum, nánar tiltekið við hliðina á Staldrinu í Reykjavík. Fréttablaðið/hari Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj
Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira