Enski rapparinn Skepta og Brain Police í hár saman 21. febrúar 2012 16:15 Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Rokksveitin Brain Police er ósátt við enska rapparann Skepta sem virðist hafa stolið lagi hennar. Lögfræðingur er kominn í málið. Útgáfufyrirtæki Brain Police í Bandaríkjunum, Small Stone, ætlar að athuga hvort enski rapparinn Skepta hafi gerst sekur um brot á höfundarrétti með því að nota hluta úr lagi rokksveitarinnar í nýjasta smáskífulaginu sínu Hold On án hennar samþykkis. Um er að ræða lagið Jacuzzy Suzy sem kom út á plötunni Brain Police árið 2003. „Það síðasta sem við heyrðum var að hann [útgefandinn] ætlaði að setja lögfræðinginn sinn í málið," segir Jenni söngvari, sem finnst lag Skepta hreint út sagt ógeðslegt. „Þetta er klárlega stolið hjá honum, það heyrist langar leiðir. Hann er ekki bara að taka riffið heldur nokkurn veginn bítið úr laginu líka. Það verður mjög gaman að fylgjast með hvað gerist næst." Jenni og félagar höfðu reynt að ná sambandi við Skepta í gegnum Facebook en hann svaraði ekki skilaboðum þeirra. Þá hvöttu þeir aðdáendur sína til að herja á Facebook-veginn hans til að knýja á um svör. „Við settum PR-vélina í gang og dúndruðum aðeins á hann." Skepta var að vonum skelkaður yfir atlögunni og svaraði um hæl eftir að hafa heyrt íslenska lagið. Þar baðst hann afsökunar á að hafa notað það og en sagðist ekki hafa borið ábyrgð á því sjálfur. „Það var leiðinlegt að frétta það að Brain Police vissi ekki af því að lagið hennar hefði verið notað," skrifaði Skepta. „Ég vil taka það fram að ég stjórnaði ekki upptökunum á hljóðfærakaflanum og ég stal ekki frá neinum, ég bara rappaði textann. Ég er algjörlega á móti því að stela tónlist og ég vil þakka Brain Police fyrir framlag hennar."Skepta.Jenni segist ekki viss um að Skepta fari með rétt mál. „Við fórum á Wikipediu og gátum ekki annað séð en að hann sé skráður fyrir öllum lögum á þessari plötu sem er að koma út með honum í mars," segir hann. Lagið Hold On hefur verið mikið spilað í Bretlandi og komist inn á þrjá vinsældarlista. „Miðað við spilun og annað ættu að vera peningar í spilinu. Við ætlum ekkert að láta stóra manninn níðast á litla manninum, það er ekki sjéns." Hægt er að hlusta á lag Skepta hér fyrir ofan en Jacuzzi Suzy má heyra hér á YouTube. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira