Skapabarmaaðgerðir færast í aukana hjá lýtalæknum 23. febrúar 2012 06:00 Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fegrunaraðgerðir á innri skapabörmum kvenna hafa færst í aukana á síðustu árum. Samkvæmt upplýsingum frá lýtalæknum er eftirspurnin mest meðal yngri kvenna frá tvítugu til 45 ára. Á vefsíðu lýtalæknanna Guðmundar Más Stefánssonar og Ólafs Einarssonar, www.lytalaeknir.is, segir að helstu ástæður aðgerðarinnar séu útlitslegar, auk þess sem stórir innri skapabarmar geti stundum valdið ertingu og sviða við kynlíf. Þar segir einnig að konurnar eigi það sameiginlegt að innri skapabarmar þeirra séu stærri og síðari en þeir ytri og finnist mörgum það töluvert lýti. Kostnaður við hverja aðgerð er á bilinu 150 til 200 þúsund krónur. Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir, sem flutti erindi um málið á Læknadögum árið 2010, hefur nú skrifað grein um fegrunaraðgerðir á skapabörmum en hún mun birtast í fræðiriti sem kemur út í næsta mánuði. Í greininni segir að vert sé að velta fyrir sér hvaðan ungar konur fái skilaboð um að skapabarmar þeirra líti illa út, hvert viðmiðið sé og hver komi konunum í skilning um að útliti þeirra sé ábótavant. „Kynfæri eru persónulegustu hlutar líkamans sem flestir deila aðeins með fáum útvöldum. Ef karlmaður gagnrýnir konu fyrir jafn persónulegan hluta hennar og innri skapabarma er ástæða fyrir konuna að velta alvarlega fyrir sér ekki útliti þeirra, heldur sambandinu," segir í grein Sæunnar. Finni kona til óþæginda eða sársauka vegna stærðar innri skapabarma er sjálfsagt að bregðast við því, að mati Sæunnar. „En áður en ráðist er í að skera í skapabarma sem særa augun er mikilvægt að grandskoða merkingu þess sem á að skera í burtu." Engar tölur liggja fyrir um umfang fegrunaraðgerða hér á landi og eru skapabarmaaðgerðir þar meðtaldar. Embætti landlæknis hefur unnið að því á undanförnum árum að fá yfirlit yfir allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á einkareknum læknastofum en þær hafa þó enn ekki borist.sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira