Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum 23. febrúar 2012 04:30 Stórhuga áætlanir Auk þjónustu við bifreiðaeigendur er gert ráð fyrir að í Miðju Suðurlands verði meðal annars þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, matvöruverslanir, sérvöruverslanir, veitingastaðir og kaffihús, auk svæðis fyrir margs konar afþreyingu fyrir ferðamenn. Mynd/Gatnamót ehf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira