Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni 24. febrúar 2012 08:00 Borgað í baukinn Bílastæðagjöld í miðborginni munu að öllu óbreyttu hækka frá og með 15. júní. Sjálfstæðismenn gagnrýna hækkunina og telja hana geta fælt viðskipti frá miðborginni. Meirihlutinn segir takmarkið hins vegar að auka flæði bíla um miðborgina. Fréttablaðið/anton Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæðum í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja." Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni." Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækkun þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafnan að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda viljum við hins vegar stýra betur nýtingu á bílastæðum og auka flæði." Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bílastæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafnvægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus." Hagsmunasamtökin Miðborgin okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um bílastaæðamál og annað, en niðurstöður munu ekki liggja fyrir mjög fljótlega. Gjaldahækkunin verður að öllum líkindum tekin fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgönguráð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæðum í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja." Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni." Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækkun þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafnan að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda viljum við hins vegar stýra betur nýtingu á bílastæðum og auka flæði." Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bílastæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafnvægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus." Hagsmunasamtökin Miðborgin okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna um bílastaæðamál og annað, en niðurstöður munu ekki liggja fyrir mjög fljótlega. Gjaldahækkunin verður að öllum líkindum tekin fyrir á fundi borgarráðs í næstu viku. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent