Áfram eilífðarsmáblóm! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Á öskudaginn kvað við nýjan tón þegar æska landsins þrammaði hásyngjandi fram hjá eldhúsglugganum hjá mér. Eða eiginlega eldgamlan. Ég átti von á Bjarnastaðabeljunum, þrautreyndum þjóðsöng öskudagsins síðan elstu menn og konur muna, nú eða kannski Krummi krunkar úti, Maístjörnunni, eða Stattu upp með Bláum ópal. En þetta var ekkert af opinberum tónlista þess eina dags ársins þegar börn fá hið dýrmæta tækifæri til að verða sér úti um sælgæti í sekkjavís með því að hefja upp raust sína og láta í sér heyra. Fyrst heyrði ég ekki orða skil en fljótlega greindi ég eitt eilífðarsmáblóm. Af öllum lögunum sem hægt er að syngja fyrir sælgæti á öskudaginn höfðu þessi börn valið að syngja þjóðsönginn, þennan þjóðsöng sem þykir jafnómögulegur til söngs, hvort sem er á íþróttalandsleikjum eða þjóðhátíðardögum, með sínum torræða texta og ómögulega tónsviði. Þjóðsönginn sem er eiginlega bara „ekki hægt" að syngja nema með margra ára þjálfun og góðfúslegu opinberu leyfi, enda hefur hann löngum verið talinn algerlega gagnslaus í því hlutverki góðra þjóðsöngva að efla samstöðu og kveikja kraft. Ég komst reyndar að því seinna um daginn að hamborgarastaður einn hafði auglýst að þau börn sem syngju þjóðsönginn á öskudaginn fengju hamborgara og franskar að launum. Það var því ekki tóm ættjarðarást sem kallaði sólkerfi himnanna fram á varir barnanna í hverfinu mínu heldur vonin um annars konar sólkerfi á vör, hnýtt úr nautakjöti, hveitibrauði og djúpsteiktum jarðeplum. En þar sem þau sungu úti á miðri götu og æfðu tónlistir sínar í miðju íbúðahverfi var enginn til að gefa þeim hamborgara eða sælgæti. Þau sungu bara af öllum lífs og sálar kröftum og hjartans lyst og list. Var aðalhvatinn löngun í eitthvað veraldlegt og bragðgott? Kannski. Hefðu þessi börn sungið þennan söng án þess hvata sem verðlaunin voru? Kannski ekki. Aðalmálið er að það er hægt að læra þjóðsönginn. Hægt að læra Ó guð vors lands á mettíma og syngja opinberlega hvar og hvenær sem er, ekki bara í miðjum spariklæddum kór í Hörpu heldur líka utandyra, í búningi með áhorfendur. Á næsta landsleik skulum við því hætta þessu væli og syngja bara almennilega og öll saman. Og hættum svo að tala um að hitt og þetta hafi alltaf verið einhvern veginn og það sé bara ómögulegt að breyta því. Það er allt hægt. Áfram eilífðarsmáblóm! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Á öskudaginn kvað við nýjan tón þegar æska landsins þrammaði hásyngjandi fram hjá eldhúsglugganum hjá mér. Eða eiginlega eldgamlan. Ég átti von á Bjarnastaðabeljunum, þrautreyndum þjóðsöng öskudagsins síðan elstu menn og konur muna, nú eða kannski Krummi krunkar úti, Maístjörnunni, eða Stattu upp með Bláum ópal. En þetta var ekkert af opinberum tónlista þess eina dags ársins þegar börn fá hið dýrmæta tækifæri til að verða sér úti um sælgæti í sekkjavís með því að hefja upp raust sína og láta í sér heyra. Fyrst heyrði ég ekki orða skil en fljótlega greindi ég eitt eilífðarsmáblóm. Af öllum lögunum sem hægt er að syngja fyrir sælgæti á öskudaginn höfðu þessi börn valið að syngja þjóðsönginn, þennan þjóðsöng sem þykir jafnómögulegur til söngs, hvort sem er á íþróttalandsleikjum eða þjóðhátíðardögum, með sínum torræða texta og ómögulega tónsviði. Þjóðsönginn sem er eiginlega bara „ekki hægt" að syngja nema með margra ára þjálfun og góðfúslegu opinberu leyfi, enda hefur hann löngum verið talinn algerlega gagnslaus í því hlutverki góðra þjóðsöngva að efla samstöðu og kveikja kraft. Ég komst reyndar að því seinna um daginn að hamborgarastaður einn hafði auglýst að þau börn sem syngju þjóðsönginn á öskudaginn fengju hamborgara og franskar að launum. Það var því ekki tóm ættjarðarást sem kallaði sólkerfi himnanna fram á varir barnanna í hverfinu mínu heldur vonin um annars konar sólkerfi á vör, hnýtt úr nautakjöti, hveitibrauði og djúpsteiktum jarðeplum. En þar sem þau sungu úti á miðri götu og æfðu tónlistir sínar í miðju íbúðahverfi var enginn til að gefa þeim hamborgara eða sælgæti. Þau sungu bara af öllum lífs og sálar kröftum og hjartans lyst og list. Var aðalhvatinn löngun í eitthvað veraldlegt og bragðgott? Kannski. Hefðu þessi börn sungið þennan söng án þess hvata sem verðlaunin voru? Kannski ekki. Aðalmálið er að það er hægt að læra þjóðsönginn. Hægt að læra Ó guð vors lands á mettíma og syngja opinberlega hvar og hvenær sem er, ekki bara í miðjum spariklæddum kór í Hörpu heldur líka utandyra, í búningi með áhorfendur. Á næsta landsleik skulum við því hætta þessu væli og syngja bara almennilega og öll saman. Og hættum svo að tala um að hitt og þetta hafi alltaf verið einhvern veginn og það sé bara ómögulegt að breyta því. Það er allt hægt. Áfram eilífðarsmáblóm!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun