Telja starfslok notuð til að hækka launin 25. febrúar 2012 11:00 Guðrún Pálsdóttir Minnihlutinn í bæjarráði Kópavogs segir skipti fyrrverandi bæjarstjóra yfir í starf skrifstofustjóra kosta milljónir króna fyrir bæinn. „Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Sjá meira
„Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu Erlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Sjá meira