Sveindómssaga þaggar í þeim gamla Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. febrúar 2012 07:00 Á leiðinni frá Priego til háskólans í Kordóbu kem ég venjulega við í þorpinu Cabra og tek þar upp í ungan mann sem einnig stundar nám við skólann. Með þessu móti má spara drjúganbensíneyri og svo gefst þarna gamla Bílddælingnum tækifæri til að segja ungum spanjóla sögur að vestan. Hann er reyndar um tvítugt en hefur aldrei á sinni lífsfæddri ævi heyrt af fólki eins og Ödda, Hannesi, Áka eða Agnari. Þarna gafst líka tækifæri til að segja gamlar prakkarasögur af okkur Loga en uppátækin sem við vinirnir viðhöfðum eru eins og teknar úr Grimmsævintýrum fyrir Spánverjann. Svo náttúrlega hef ég sagt honum einstaka kvennasögu og ráðið honum heilt í þeim efnum. Hann hlustaði venjulega á en lagði fátt til. Svo var það í síðustu viku að stráksi taldi röðina loks komna að sér og mælti: „Ég var 16 ára þegar ég missti sveindóminn, Jón. Það var nú aldeilis. Ég var í útilegu og tækifærið gafst snemma morguns inni í tjaldi. Það er heitt inni í tjaldi á spænskum sumrum Jón, það get ég sagt þér." Ég spurði í föðurlegum tón hvort þetta hafi ekki verið hinn besta reynsla, það sé nefnilega alltaf gott að fyrsta skiptið sé með ágætum. „Jú, segir hann nema hvað, þegar þetta var afstaðið þá stóð ég uppi með smokkinn og spurði sjálfan mig, hvað gerir maður nú við þetta? Ég ákvað því að fara út og reyna að koma þessu fyrir kattarnef. Þegar ég er kominn bak við runna nokkurn hleyp ég hinsvegar í fasið á vinahóp mínum, nýkomnum úr morgungöngu. „Á hvaða ráfi ert þú?" spyr einn vinur minn en auk vina minna voru þarna vinkonur hennar. Mér varð bylt við svo höndin snérist á úlnliðnum og litli saurlífspokinn flaug aftur fyrir mig. Allt gerðist svo hratt að enginn gat séð hvað ég hafði haft milli fingra mér. „Hjúkk," hugsaði ég og bar mig síðan eins mannalega og aðstæður buðu upp á. Þau voru öll samt ósköp sposk á svip sem mér þótti nokkuð óþægilegt. Svo tók ég eftir því að þeim var starsýnt á eitthvað sem var fyrir aftan mig. Loks varð ég forvitinn svo ég leit við og sá þá að smokka skrattinn hékk þar á girðingu." Ég sem ætlaði að fara að segja Djáknann á Myrká ákvað nú bara að þegja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun
Á leiðinni frá Priego til háskólans í Kordóbu kem ég venjulega við í þorpinu Cabra og tek þar upp í ungan mann sem einnig stundar nám við skólann. Með þessu móti má spara drjúganbensíneyri og svo gefst þarna gamla Bílddælingnum tækifæri til að segja ungum spanjóla sögur að vestan. Hann er reyndar um tvítugt en hefur aldrei á sinni lífsfæddri ævi heyrt af fólki eins og Ödda, Hannesi, Áka eða Agnari. Þarna gafst líka tækifæri til að segja gamlar prakkarasögur af okkur Loga en uppátækin sem við vinirnir viðhöfðum eru eins og teknar úr Grimmsævintýrum fyrir Spánverjann. Svo náttúrlega hef ég sagt honum einstaka kvennasögu og ráðið honum heilt í þeim efnum. Hann hlustaði venjulega á en lagði fátt til. Svo var það í síðustu viku að stráksi taldi röðina loks komna að sér og mælti: „Ég var 16 ára þegar ég missti sveindóminn, Jón. Það var nú aldeilis. Ég var í útilegu og tækifærið gafst snemma morguns inni í tjaldi. Það er heitt inni í tjaldi á spænskum sumrum Jón, það get ég sagt þér." Ég spurði í föðurlegum tón hvort þetta hafi ekki verið hinn besta reynsla, það sé nefnilega alltaf gott að fyrsta skiptið sé með ágætum. „Jú, segir hann nema hvað, þegar þetta var afstaðið þá stóð ég uppi með smokkinn og spurði sjálfan mig, hvað gerir maður nú við þetta? Ég ákvað því að fara út og reyna að koma þessu fyrir kattarnef. Þegar ég er kominn bak við runna nokkurn hleyp ég hinsvegar í fasið á vinahóp mínum, nýkomnum úr morgungöngu. „Á hvaða ráfi ert þú?" spyr einn vinur minn en auk vina minna voru þarna vinkonur hennar. Mér varð bylt við svo höndin snérist á úlnliðnum og litli saurlífspokinn flaug aftur fyrir mig. Allt gerðist svo hratt að enginn gat séð hvað ég hafði haft milli fingra mér. „Hjúkk," hugsaði ég og bar mig síðan eins mannalega og aðstæður buðu upp á. Þau voru öll samt ósköp sposk á svip sem mér þótti nokkuð óþægilegt. Svo tók ég eftir því að þeim var starsýnt á eitthvað sem var fyrir aftan mig. Loks varð ég forvitinn svo ég leit við og sá þá að smokka skrattinn hékk þar á girðingu." Ég sem ætlaði að fara að segja Djáknann á Myrká ákvað nú bara að þegja.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun