Tónlist

Blur spilar í Gautaborg

Hljómsveitin spilar í Gautaborg í ágúst.
Hljómsveitin spilar í Gautaborg í ágúst. mynd/film magic
Enska hljómsveitin Blur spilar á tónlistarhátíðinni Way Out West sem verður haldin í Gautaborg í ágúst. Meðal annarra flytjenda verða The Black Keys, Bon Iver og Florence and the Machine.

Alex James, bassaleikari Blur, hafði áður gefið í skyn að síðustu tónleikar hljómsveitarinnar yrðu hugsanlega á Brit-hátíðinni sem var haldin fyrr í vikunni. Gítarleikarinn Graham Coxon hefur núna látið hafa eftir sér að ný plata með Blur komi pottþétt út í framtíðinni. Níu ár eru liðin síðan sveitin gaf út plötuna Think Tank.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×