Samstarf Bigga og John Grant vindur upp á sig 5. mars 2012 12:30 „Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman," segir Biggi Veira. Upptökur á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins John Grant hafa farið fram að undanförnu hér á landi og er útgáfa fyrirhuguð í haust. Biggi Veira úr GusGus hefur verið Grant til halds og trausts, bæði sem upptökustjóri og meðhöfundur laganna. „Við náum vel saman. Við erum fæddir á svipuðum tíma og erum á svipuðum slóðum í tónlistinni," segir Biggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra kynntust þeir þegar Grant spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust. Grant er mikill aðdáandi GusGus og óskaði eftir fundi með Bigga, sem var hið minnsta mál. Þeir ákváðu að hittast aftur í janúar og ætlaði Biggi að hjálpa honum eitthvað með plötuna. „Við unnum fimm lög og upp frá því var hann afskaplega ánægður," segir Biggi. Síðan þá hefur samstarfið undið upp á sig. Í staðinn fyrir að klára plötuna í Texas ákvað Grant að halda upptökunum áfram hér á landi með Bigga. Hann verður búsettur á Íslandi fram á sumar en tónleikar með honum verða í Háskólabíói 19. júlí þar sem afrakstur samstarfsins verður vafalítið frumfluttur. Þessi nýja plata fylgir í kjölfar Queen of Denmark sem fékk góða dóma og var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Margir bíða hennar því með mikilli eftirvæntingu. Grant sagði í nýlegu viðtali við BBC að hann og Biggi hafi smollið saman enda báðir hrifnir af tónlist hvors annars. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum að vinna í plötunni hans. Þetta er búið að vera mjög gaman," segir Biggi Veira. Upptökur á nýjustu plötu bandaríska tónlistarmannsins John Grant hafa farið fram að undanförnu hér á landi og er útgáfa fyrirhuguð í haust. Biggi Veira úr GusGus hefur verið Grant til halds og trausts, bæði sem upptökustjóri og meðhöfundur laganna. „Við náum vel saman. Við erum fæddir á svipuðum tíma og erum á svipuðum slóðum í tónlistinni," segir Biggi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra kynntust þeir þegar Grant spilaði á Iceland Airwaves síðasta haust. Grant er mikill aðdáandi GusGus og óskaði eftir fundi með Bigga, sem var hið minnsta mál. Þeir ákváðu að hittast aftur í janúar og ætlaði Biggi að hjálpa honum eitthvað með plötuna. „Við unnum fimm lög og upp frá því var hann afskaplega ánægður," segir Biggi. Síðan þá hefur samstarfið undið upp á sig. Í staðinn fyrir að klára plötuna í Texas ákvað Grant að halda upptökunum áfram hér á landi með Bigga. Hann verður búsettur á Íslandi fram á sumar en tónleikar með honum verða í Háskólabíói 19. júlí þar sem afrakstur samstarfsins verður vafalítið frumfluttur. Þessi nýja plata fylgir í kjölfar Queen of Denmark sem fékk góða dóma og var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Margir bíða hennar því með mikilli eftirvæntingu. Grant sagði í nýlegu viðtali við BBC að hann og Biggi hafi smollið saman enda báðir hrifnir af tónlist hvors annars. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira