Stóra bensínsamsærið Atli Fannar Bjarkason skrifar 10. mars 2012 13:00 Bíllinn minn er á verkstæði og ég hef því neyðst til að reiða mig á velviljaða samstarfsfélaga til að koma mér í og úr vinnu. Í einni af þessum ferðum trúði vinnufélagi minn mér fyrir því að hann brysti í grát í hvert skipti sem hann tæki bensín. Titrandi röddin og tárvot augun gáfu til kynna að honum var alvara, en mér tókst því miður ekki að hughreysta hann vegna þess að ég veit að bensínverð lækkar aldrei. Bensínbransinn er eini bransi heims þar sem allir smásalar sitja við sama borð. Enginn getur samið um betra verð en samkeppnisaðilinn, sem gerir smásölu á bensíni pínlega fyrirsjáanlega. Heimsmarkaðsverð hækkar og í kjölfarið hækkar verðið á næstu bensínstöð. Ef heimsmarkaðsverð lækkar gerist hins vegar lítið. Mögulega eru eðlilegar skýringar að baki, en ég held að þetta sé risastórt samsæri. Samsæri sem helst í hendur við minni samsæri — dælurnar ganga til dæmis allt of hægt svo við teljum okkur fá fullt fyrir peninginn. Í dag er maður jafnlengi að dæla fyrir 3.000 kall og áður þó maður fái helmingi minna bensín. Og af hverju virka tittirnir sem halda dælunum gangandi aldrei á sjálfsafgreiðslustöðvunum? Einhverjir telja sig geta breytt þessu og nú hefur hópur bláeygra þingmanna Sjálfstæðisflokksins lagt til að dregið verði úr álögum á bensín svo hægt verði að lækka lítraverðið niður í 200 kall. Þessi vaski hópur telur sem sagt að bisnessmenn, sem vita að fólk er reiðubúið að borga tæpar 260 krónur fyrir lítra af bensíni, lækki verðið um tæpan fjórðung si svona. Það er fyndið. Rosalega fyndið. Það er svo fyndið að ég rak upp tryllingslega hláturroku þegar ég las ofangreinda málsgrein yfir skömmu eftir að ég skrifaði hana. Ég hló ekki vegna þess að ég er svo fyndinn gaur með framúrskarandi vald á íslenskri tungu og óskeikula þekkingu á húmor. Nei, ég hló vegna þess að það er með ólíkindum að hópur kapítalista þekki aðra kapítalista jafn sorglega illa og raun ber vitni. Að minni álögur lækki bensínverð til lengri tíma er jafn ólíklegt og að hópurinn sem lagði tillöguna fram smíði tímavél, smali allri þjóðinni um borð og flytji hana til ársins 2005. Þá kostaði bensínlítrinn 102 krónur. Góða ferð, asnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun
Bíllinn minn er á verkstæði og ég hef því neyðst til að reiða mig á velviljaða samstarfsfélaga til að koma mér í og úr vinnu. Í einni af þessum ferðum trúði vinnufélagi minn mér fyrir því að hann brysti í grát í hvert skipti sem hann tæki bensín. Titrandi röddin og tárvot augun gáfu til kynna að honum var alvara, en mér tókst því miður ekki að hughreysta hann vegna þess að ég veit að bensínverð lækkar aldrei. Bensínbransinn er eini bransi heims þar sem allir smásalar sitja við sama borð. Enginn getur samið um betra verð en samkeppnisaðilinn, sem gerir smásölu á bensíni pínlega fyrirsjáanlega. Heimsmarkaðsverð hækkar og í kjölfarið hækkar verðið á næstu bensínstöð. Ef heimsmarkaðsverð lækkar gerist hins vegar lítið. Mögulega eru eðlilegar skýringar að baki, en ég held að þetta sé risastórt samsæri. Samsæri sem helst í hendur við minni samsæri — dælurnar ganga til dæmis allt of hægt svo við teljum okkur fá fullt fyrir peninginn. Í dag er maður jafnlengi að dæla fyrir 3.000 kall og áður þó maður fái helmingi minna bensín. Og af hverju virka tittirnir sem halda dælunum gangandi aldrei á sjálfsafgreiðslustöðvunum? Einhverjir telja sig geta breytt þessu og nú hefur hópur bláeygra þingmanna Sjálfstæðisflokksins lagt til að dregið verði úr álögum á bensín svo hægt verði að lækka lítraverðið niður í 200 kall. Þessi vaski hópur telur sem sagt að bisnessmenn, sem vita að fólk er reiðubúið að borga tæpar 260 krónur fyrir lítra af bensíni, lækki verðið um tæpan fjórðung si svona. Það er fyndið. Rosalega fyndið. Það er svo fyndið að ég rak upp tryllingslega hláturroku þegar ég las ofangreinda málsgrein yfir skömmu eftir að ég skrifaði hana. Ég hló ekki vegna þess að ég er svo fyndinn gaur með framúrskarandi vald á íslenskri tungu og óskeikula þekkingu á húmor. Nei, ég hló vegna þess að það er með ólíkindum að hópur kapítalista þekki aðra kapítalista jafn sorglega illa og raun ber vitni. Að minni álögur lækki bensínverð til lengri tíma er jafn ólíklegt og að hópurinn sem lagði tillöguna fram smíði tímavél, smali allri þjóðinni um borð og flytji hana til ársins 2005. Þá kostaði bensínlítrinn 102 krónur. Góða ferð, asnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun