Sæta, spæta! Erla Hlynsdóttir skrifar 19. mars 2012 06:00 Stundum brýtur kona bara allar reglur sem hún hefur sett sér. „Rosalega leistu vel út," sagði ég, eins og ekkert væri eðlilegra, við vinkonu mína sem á dögunum mætti í virðulegan umræðuþátt til að ræða alvarleg málefni. Eftir á gerði ég mér grein fyrir að ég hafði ekki sagt orð við hana um hvernig hún stóð sig, hversu vel hún komst að orði og að hún hefði verið afar fagmannleg. Eða fagkvenleg. Í huganum afsakaði ég sjálfa mig fyrir mér með því að ég hefði alltaf vitað að þessi klára kona myndi standa sig vel, og að vegna þess að hún var með nýja hárgreiðslu hefði ég þurft að taka fram hversu glæsileg hún var. Ég reyndi að hugga mig við að þegar önnur vinkona mín hafði verið í blaðaviðtali um mikilvæg málefni, þá hafði ég sannarlega bara sagt henni hvað viðtalið var flott. (Allt-í-lagi-þá, ég sagði henni reyndar seinna að mömmu minni hefði fundist myndirnar með viðtalinu vera svo góðar.) Hún sagði mér þá að flestir sem sáu blaðið hefðu einmitt talað um myndirnar. Hvað þær væru nú flottar, hvað hún myndaðist vel og væri nú falleg. Margir höfðu ekki einu sinni lesið viðtalið heldur látið myndirnar nægja. Henni fannst það nú, skiljanlega, pínkuponsu leiðinlegt því það sem hún sagði þar voru atriði sem henni lágu virkilega á hjarta. En hvað um það. „Myndirnar voru góðar." Þeir sem fylgjast með einhverju sem vert er að fylgjast með vita að „við" tölum ekki eins um konurnar okkar og um karlana. Þetta heldur áfram þegar fólk hefur náð langt í samfélaginu. Áherslan á útlit kvenna er aldrei langt undan. Fólk talar um skartgripina sem Jóhanna Sigurðardóttir var með í viðtalinu, og um hvað Steingrímur J. Sigfússon hafði að segja. Hverjum er ekki drullusama um bindið hans? Svona var þetta líka í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hárgreiðsla Ingibjargar Sólrúnar var álíka mikið rædd og orð Geirs Haarde. Ég er móðir lítillar sætrar stelpu. Það er staðreynd að við tölum ekki eins við litlu stelpurnar okkar og litlu strákana. Þið vitið, duglegu og kláru strákana. Heldurðu að ég hafi rangt fyrir mér? Ég mana þig til að fylgjast betur með. Ekki með orðum annarra, heldur með þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Erla Hlynsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Stundum brýtur kona bara allar reglur sem hún hefur sett sér. „Rosalega leistu vel út," sagði ég, eins og ekkert væri eðlilegra, við vinkonu mína sem á dögunum mætti í virðulegan umræðuþátt til að ræða alvarleg málefni. Eftir á gerði ég mér grein fyrir að ég hafði ekki sagt orð við hana um hvernig hún stóð sig, hversu vel hún komst að orði og að hún hefði verið afar fagmannleg. Eða fagkvenleg. Í huganum afsakaði ég sjálfa mig fyrir mér með því að ég hefði alltaf vitað að þessi klára kona myndi standa sig vel, og að vegna þess að hún var með nýja hárgreiðslu hefði ég þurft að taka fram hversu glæsileg hún var. Ég reyndi að hugga mig við að þegar önnur vinkona mín hafði verið í blaðaviðtali um mikilvæg málefni, þá hafði ég sannarlega bara sagt henni hvað viðtalið var flott. (Allt-í-lagi-þá, ég sagði henni reyndar seinna að mömmu minni hefði fundist myndirnar með viðtalinu vera svo góðar.) Hún sagði mér þá að flestir sem sáu blaðið hefðu einmitt talað um myndirnar. Hvað þær væru nú flottar, hvað hún myndaðist vel og væri nú falleg. Margir höfðu ekki einu sinni lesið viðtalið heldur látið myndirnar nægja. Henni fannst það nú, skiljanlega, pínkuponsu leiðinlegt því það sem hún sagði þar voru atriði sem henni lágu virkilega á hjarta. En hvað um það. „Myndirnar voru góðar." Þeir sem fylgjast með einhverju sem vert er að fylgjast með vita að „við" tölum ekki eins um konurnar okkar og um karlana. Þetta heldur áfram þegar fólk hefur náð langt í samfélaginu. Áherslan á útlit kvenna er aldrei langt undan. Fólk talar um skartgripina sem Jóhanna Sigurðardóttir var með í viðtalinu, og um hvað Steingrímur J. Sigfússon hafði að segja. Hverjum er ekki drullusama um bindið hans? Svona var þetta líka í tíð síðustu ríkisstjórnar. Hárgreiðsla Ingibjargar Sólrúnar var álíka mikið rædd og orð Geirs Haarde. Ég er móðir lítillar sætrar stelpu. Það er staðreynd að við tölum ekki eins við litlu stelpurnar okkar og litlu strákana. Þið vitið, duglegu og kláru strákana. Heldurðu að ég hafi rangt fyrir mér? Ég mana þig til að fylgjast betur með. Ekki með orðum annarra, heldur með þér.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun