Lögregla gagnrýnir innanríkisráðherra - fréttaskýring 20. mars 2012 06:00 Ögmundur Jónasson Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. Hann lagði fram frumvarp í síðustu viku þar sem nýtt ákvæði bætist í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Frumvarpið gengur allt of skammt að mati lögreglu, sem hefur kallað eftir sams konar heimildum og lögregluliðið í nágrannalöndunum hefur til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpagengja. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir framgang Ögmundar í málinu. Hún segir brýnt að láta banna þau vélhjólasamtök sem uppfylla skilyrði alþjóðlegra glæpasamtaka, félagafrelsi víki í slíkum tilfellum. Siv hefur flutt málið tvívegis fyrir þinginu ásamt sjö þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem mælst er til þess að lögreglan fái sömu heimildir til rannsókna og á hinum Norðurlöndunum. Málið liggur nú á borði allsherjar- og menntamálanefndar þar sem Siv á sæti og segir hún alla umsagnaraðila málsins jákvæða. „Þetta er velferðarmál er varðar almannaheill," segir Siv. „Við viljum búa í öruggu samfélagi." Í tillögunni er ályktað að fela innanríkisráðherra að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem veiti íslensku lögreglunni sambærilegar heimildir og í öðrum norrænum ríkjum til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í október árið 2009 lét Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, kanna hvort setja ætti lög sem heimila stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Var þetta gert til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi og hættunni sem fylgir því að erlend glæpasamtök hasli sér hér völl. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," sagði Ragna í samtali við Fréttablaðið árið 2009. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. Hann lagði fram frumvarp í síðustu viku þar sem nýtt ákvæði bætist í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Frumvarpið gengur allt of skammt að mati lögreglu, sem hefur kallað eftir sams konar heimildum og lögregluliðið í nágrannalöndunum hefur til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpagengja. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir framgang Ögmundar í málinu. Hún segir brýnt að láta banna þau vélhjólasamtök sem uppfylla skilyrði alþjóðlegra glæpasamtaka, félagafrelsi víki í slíkum tilfellum. Siv hefur flutt málið tvívegis fyrir þinginu ásamt sjö þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem mælst er til þess að lögreglan fái sömu heimildir til rannsókna og á hinum Norðurlöndunum. Málið liggur nú á borði allsherjar- og menntamálanefndar þar sem Siv á sæti og segir hún alla umsagnaraðila málsins jákvæða. „Þetta er velferðarmál er varðar almannaheill," segir Siv. „Við viljum búa í öruggu samfélagi." Í tillögunni er ályktað að fela innanríkisráðherra að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem veiti íslensku lögreglunni sambærilegar heimildir og í öðrum norrænum ríkjum til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í október árið 2009 lét Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, kanna hvort setja ætti lög sem heimila stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Var þetta gert til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi og hættunni sem fylgir því að erlend glæpasamtök hasli sér hér völl. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," sagði Ragna í samtali við Fréttablaðið árið 2009. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent