Arkitektúr, útihúsgögn og erlendir gestir 22. mars 2012 12:00 Fyrirmyndarborg í Ráðhúsinu. Úr fjölmörgum viðburðum er að velja á HönnunarMars. Hér fylgir yfirlit yfir nokkra þeirra en nánari upplýsingar um þessa viðburði og alla hina er að finna á heimasíðunni honnunarmars.is.Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður reist Fyrirmyndarborg en það er Arkitektafélag Íslands sem stendur fyrir þeirri uppákomu. „Fjölskyldur og börn geta fengið úthlutað lóð í skipulagi sem verður komið fyrir á gólfi Ráðhússins, þar byggja þau hús, torg og garða," segir á heimasíðu HönnunarMars.Borðið Góa eftir Erlu Sólveigu. Hönnunarsafn Íslands tekur að sjálfsögðu þátt í HönnunarMars og kynnir samstarfsverkefni safnsins og Erlu Sólveigar Óskarsdóttur húsgagnahönnuðar. „Safnið fór þess á leit við Erlu að hún hannaði létt borð fyrir gesti safnsins sem nota mætti bæði úti og inni. Góa er úr áli og er eina íslenska borðið á markaði sem hentar utandyra."HönnunarMarsipan. Matarhönnun ýmiss konar skipar sinn sess á hátíðinni. HönnunarMarsipan snýr aftur og verður hægt að festa kaup á því í Kiosk á Laugavegi 65. Þá er á hátíðinni meðal annars fyrirlestur matarhönnuðarins Marije Vogelsang á fyrirlestrardegi í Gamla bíói. Íslensk hönnun er í aðalhlutverki á HönnunarMars, en í fyrsta skipti í ár sækja erlendir gestir hátíðina heim. Finnska Popup-verslun Design Forum verður starfrækt í Netagerðinni næstu þrjá daga. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir það ánægjulega nýbreytni: „Við viljum fá erlenda hönnuði á hátíðina."Meðal hönnuða sem taka þátt í hátíðinni eru Sigga Heimis iðnhönnuður og Tinna Gunnarsdóttir. Sigga sýnir ný húsgögn og nytjahluti, innblásna af hafinu og fortíðinni, sem framleiddir eru á Íslandi en á sama stað sýna Anna María og David Sandahl skartgripi. Sýning með verkum Tinnu Gunnarsdóttur verður svo opnuð í Listasafni Íslands. HönnunarMars Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Úr fjölmörgum viðburðum er að velja á HönnunarMars. Hér fylgir yfirlit yfir nokkra þeirra en nánari upplýsingar um þessa viðburði og alla hina er að finna á heimasíðunni honnunarmars.is.Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður reist Fyrirmyndarborg en það er Arkitektafélag Íslands sem stendur fyrir þeirri uppákomu. „Fjölskyldur og börn geta fengið úthlutað lóð í skipulagi sem verður komið fyrir á gólfi Ráðhússins, þar byggja þau hús, torg og garða," segir á heimasíðu HönnunarMars.Borðið Góa eftir Erlu Sólveigu. Hönnunarsafn Íslands tekur að sjálfsögðu þátt í HönnunarMars og kynnir samstarfsverkefni safnsins og Erlu Sólveigar Óskarsdóttur húsgagnahönnuðar. „Safnið fór þess á leit við Erlu að hún hannaði létt borð fyrir gesti safnsins sem nota mætti bæði úti og inni. Góa er úr áli og er eina íslenska borðið á markaði sem hentar utandyra."HönnunarMarsipan. Matarhönnun ýmiss konar skipar sinn sess á hátíðinni. HönnunarMarsipan snýr aftur og verður hægt að festa kaup á því í Kiosk á Laugavegi 65. Þá er á hátíðinni meðal annars fyrirlestur matarhönnuðarins Marije Vogelsang á fyrirlestrardegi í Gamla bíói. Íslensk hönnun er í aðalhlutverki á HönnunarMars, en í fyrsta skipti í ár sækja erlendir gestir hátíðina heim. Finnska Popup-verslun Design Forum verður starfrækt í Netagerðinni næstu þrjá daga. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir það ánægjulega nýbreytni: „Við viljum fá erlenda hönnuði á hátíðina."Meðal hönnuða sem taka þátt í hátíðinni eru Sigga Heimis iðnhönnuður og Tinna Gunnarsdóttir. Sigga sýnir ný húsgögn og nytjahluti, innblásna af hafinu og fortíðinni, sem framleiddir eru á Íslandi en á sama stað sýna Anna María og David Sandahl skartgripi. Sýning með verkum Tinnu Gunnarsdóttur verður svo opnuð í Listasafni Íslands.
HönnunarMars Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira