Fjársjóð fornminja að finna á hafsbotni 22. mars 2012 08:30 diskar á hafsbotni Póstskipið var byggt í Skotlandi 1861, það var 60 metra langt gufu- og seglskip. Skipið var í eigu "Det forenede Dampskibsselskab“ (DFDS) í Danmörku sem gerði það út til Íslands. Teikningin er frá árinu 1864. mynd/ragnar edvardsson „Fyrir fornleifafræðina gefa þessi skipsflök ekki aðeins upplýsingar um ákveðið augnablik í tíma heldur eru þau heimild um samfélagið í heild. Í sokknu skipi er að finna fjársjóð upplýsinga um það sem við Íslendingar vorum að flytja hér inn. Þessar rannsóknir geta gefið okkur vitneskju um eitt og annað sem vantar inn í verslunarsögu okkar," segir Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Einni af fyrstu kerfisbundnu fornleifarannsókninni neðarsjávar hér við land verður framhaldið í vor en forrannsókn árið 2011 gekk vel. Skipið sem um ræðir er póstskipið Phönix sem fórst í aftakaveðri í janúar árið 1881 og liggur við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Heimildir sýna að um borð í skipinu, sem var um 400 tonn að stærð, gæti verið að finna hluta af dánarbúi Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans Ingibjargar, legsteinn Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds auk persónulegra muna áhafnarinnar. Forrannsóknin sýnir að mikið er af gripum í skipinu en frekari uppgröftur mun leiða í ljós hvað eftir er heillegt af farmi þess. Skipið var allt í senn farþega- og flutningaskip og fjölbreytileiki fornleifa í flakinu eftir því. Ragnar, sem er verkefnisstjóri ásamt Arnari Þór Egilssyni sem fann flakið, segir að skipsflök við landið séu í raun óplægður akur í íslenskri fornleifafræði. Rannsóknin á Phönix sé því fyrst og síðast hugsuð til að þróa aðferðafræði við slíkar rannsóknir og þjálfa kafara og sérfræðinga til að takast á við slíkar rannsóknir. Póstskipið liggur á kjördýpi til köfunar, eða um tíu metrum. En póstskipið er aðeins eitt fjölmargra skipa sem liggja við strendur landsins. „Ég er með skrá yfir 22 fundin flök, sum þeirra liggja í of djúpu vatni til að raunhæft sé að kafa niður í þau til fornleifarannsókna en fjögur til sex skip, sem ég veit um, eru á það grunnu vatni að raunhæft er að rannsaka þau," segir Ragnar en getur þess einnig að fornleifarannsókn á hafsbotni er allt að því þrisvar sinnum dýrari en sú sem framkvæmd er á landi. Skipin eru þó mun fleiri, en skipin sem Ragnar hefur á skrá eru svo gömul sem frá 15. til 17. aldar. Einnig hefur Ragnar fundið heimildir um hvar mögulegt væri að finna yfir 70 skipsflök frá 11. til 14. öld, og eru þau öll stór. Ragnar segir að upplýsingar sem koma úr sónarmyndatökum við gamlar verslunar- og hvalveiðastöðvar sýni ekki aðeins sokkin skip heldur einnig byggingar og annað sem tengist umsvifum manna fyrr á öldum. „Tækifærin eru endalaus," segir Ragnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Fleiri fréttir Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sjá meira
„Fyrir fornleifafræðina gefa þessi skipsflök ekki aðeins upplýsingar um ákveðið augnablik í tíma heldur eru þau heimild um samfélagið í heild. Í sokknu skipi er að finna fjársjóð upplýsinga um það sem við Íslendingar vorum að flytja hér inn. Þessar rannsóknir geta gefið okkur vitneskju um eitt og annað sem vantar inn í verslunarsögu okkar," segir Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá rannsóknasetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Einni af fyrstu kerfisbundnu fornleifarannsókninni neðarsjávar hér við land verður framhaldið í vor en forrannsókn árið 2011 gekk vel. Skipið sem um ræðir er póstskipið Phönix sem fórst í aftakaveðri í janúar árið 1881 og liggur við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Heimildir sýna að um borð í skipinu, sem var um 400 tonn að stærð, gæti verið að finna hluta af dánarbúi Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans Ingibjargar, legsteinn Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds auk persónulegra muna áhafnarinnar. Forrannsóknin sýnir að mikið er af gripum í skipinu en frekari uppgröftur mun leiða í ljós hvað eftir er heillegt af farmi þess. Skipið var allt í senn farþega- og flutningaskip og fjölbreytileiki fornleifa í flakinu eftir því. Ragnar, sem er verkefnisstjóri ásamt Arnari Þór Egilssyni sem fann flakið, segir að skipsflök við landið séu í raun óplægður akur í íslenskri fornleifafræði. Rannsóknin á Phönix sé því fyrst og síðast hugsuð til að þróa aðferðafræði við slíkar rannsóknir og þjálfa kafara og sérfræðinga til að takast á við slíkar rannsóknir. Póstskipið liggur á kjördýpi til köfunar, eða um tíu metrum. En póstskipið er aðeins eitt fjölmargra skipa sem liggja við strendur landsins. „Ég er með skrá yfir 22 fundin flök, sum þeirra liggja í of djúpu vatni til að raunhæft sé að kafa niður í þau til fornleifarannsókna en fjögur til sex skip, sem ég veit um, eru á það grunnu vatni að raunhæft er að rannsaka þau," segir Ragnar en getur þess einnig að fornleifarannsókn á hafsbotni er allt að því þrisvar sinnum dýrari en sú sem framkvæmd er á landi. Skipin eru þó mun fleiri, en skipin sem Ragnar hefur á skrá eru svo gömul sem frá 15. til 17. aldar. Einnig hefur Ragnar fundið heimildir um hvar mögulegt væri að finna yfir 70 skipsflök frá 11. til 14. öld, og eru þau öll stór. Ragnar segir að upplýsingar sem koma úr sónarmyndatökum við gamlar verslunar- og hvalveiðastöðvar sýni ekki aðeins sokkin skip heldur einnig byggingar og annað sem tengist umsvifum manna fyrr á öldum. „Tækifærin eru endalaus," segir Ragnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Fleiri fréttir Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sjá meira