Þjórsá í biðflokk og Reykjanes í nýtingu 23. mars 2012 07:45 Fyrirhuguð virkjun við Urriðafoss fer í biðflokk ásamt tveimur öðrum virkjunum í Þjórsá. Fréttablaðið/anton Þjórsá verður tímabundið sett í biðflokk í nýrri tillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Í tillögu verkefnisstjórnar var gert ráð fyrir þremur virkjunum í ánni. Einu breytingarnar sem gerðar verða á tillögunni felast í því að færa svæði úr nýtingarflokki í biðflokk. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um málið í gær, en það hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn með þessum breytingum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Unnið er að því að tryggja meirihluta fyrir tillögunni. Að auki verða svæði á hálendinu, Hágöngur I og II og Strokköldur, færð í biðflokk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða varðandi Þjórsá. Ætlunin er að safna frekari gögnum, ekki síst varðandi hugmyndir um að viðhalda stofni villtra laxa í ánni. Orri Vigfússon, stjórnarformaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur talað fyrir þeirri hugmynd. Meðalveiði síðustu ára er um 3.000 laxar, langflestir í net. Orri hefur sagt að hreinsa megi Þjórsá svo hún nýtist í stangveiði og 40 laxar veiddir á stöng skili einu ársverki. Það þýddi 75 ársverk miðað við veidda laxa nú. Nokkuð hefur verið deilt um svæði á Reykjanesinu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að hrófla við þeim úr nýtingarflokki. Von er á þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um að færa Búlandsvirkjun í nýtingarflokk.- kóp Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fleiri fréttir „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Sjá meira
Þjórsá verður tímabundið sett í biðflokk í nýrri tillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Í tillögu verkefnisstjórnar var gert ráð fyrir þremur virkjunum í ánni. Einu breytingarnar sem gerðar verða á tillögunni felast í því að færa svæði úr nýtingarflokki í biðflokk. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um málið í gær, en það hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn með þessum breytingum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Unnið er að því að tryggja meirihluta fyrir tillögunni. Að auki verða svæði á hálendinu, Hágöngur I og II og Strokköldur, færð í biðflokk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða varðandi Þjórsá. Ætlunin er að safna frekari gögnum, ekki síst varðandi hugmyndir um að viðhalda stofni villtra laxa í ánni. Orri Vigfússon, stjórnarformaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur talað fyrir þeirri hugmynd. Meðalveiði síðustu ára er um 3.000 laxar, langflestir í net. Orri hefur sagt að hreinsa megi Þjórsá svo hún nýtist í stangveiði og 40 laxar veiddir á stöng skili einu ársverki. Það þýddi 75 ársverk miðað við veidda laxa nú. Nokkuð hefur verið deilt um svæði á Reykjanesinu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að hrófla við þeim úr nýtingarflokki. Von er á þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um að færa Búlandsvirkjun í nýtingarflokk.- kóp
Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fleiri fréttir „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Sjá meira