Óljóst með makrílinn 24. mars 2012 14:00 á loðnu Góð afkoma útgerðanna mun skila auknum tekjum í ríkissjóð en núverandi veiðigjald mun kosta grunnþjónustu eins og hafrannsóknir og fleira.fréttablaðið/óskar Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skilyrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verður það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigumarkaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorskaflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vantar kvóta. Þessi afli er utan við fyrrnefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum tegundum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opinber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlutdeild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heimildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skilyrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verður það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigumarkaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorskaflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vantar kvóta. Þessi afli er utan við fyrrnefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum tegundum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opinber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlutdeild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heimildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira