Óljóst með makrílinn 24. mars 2012 14:00 á loðnu Góð afkoma útgerðanna mun skila auknum tekjum í ríkissjóð en núverandi veiðigjald mun kosta grunnþjónustu eins og hafrannsóknir og fleira.fréttablaðið/óskar Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skilyrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verður það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigumarkaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorskaflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vantar kvóta. Þessi afli er utan við fyrrnefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum tegundum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opinber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlutdeild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heimildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Sátt er að nást um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða en frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, var rætt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Enn er togast á um einstök atriði milli stjórnarflokkanna; hlutfall afla í leigupotti og hvernig farið verður með aflaheimildir í nýjum tegundum eins og makríl. Frumvarp Steingríms gerir ráð fyrir tvískiptu fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars vegar er svokallað nýtingarleyfi þar sem ríkið gefur útgerð að uppfylltum vissum skilyrðum. Breytingin er að ekki er um samning milli ríkis og útgerðar að ræða eins og löngum var rætt um. Á grundvelli leyfanna, sem verða til tuttugu ára en uppsegjanleg eftir fimm ár, fá núverandi handhafar aflaheimilda leyfi til veiða á þeim kvóta sem þeir þegar hafa. Þegar nýtingarleyfið er runnið út verður það framlengt um eitt ár í senn, eftir því sem næst verður komist. Hinn hluti fiskveiðistjórnunarkerfisins er opinn leigumarkaður með aflaheimildir, strandveiðar, byggðakvóti og línuívilnun. Leigumarkaðurinn, eða leigupotturinn, verður í upphafi um 20 þúsund tonn. Í þennan pott munu 40% af þorskaflamarki umfram 202 þúsund tonn renna, sem er grundvallarbreyting á skiptingu aukinna aflaheimilda. Potturinn er í raun hugsaður fyrir þá sem vilja inn í greinina en vantar kvóta. Þessi afli er utan við fyrrnefnd kerfi eins og strandveiðar, byggðakvóta og fleira. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er framsal aflaheimilda takmarkað verulega, en þó ekki með öllu bannað. Hins vegar er skýrt að þegar aflaheimildir losna eða þegar heimildir í einstökum tegundum verða auknar þá verða þær aflaheimildir ekki framseljanlegar. Öll viðskipti með aflaheimildir fara í gegnum kvótaþing, sem yrði opinber markaður undir Fiskistofu. Hvað varðar hámarksaflahlutdeild útgerða í einstökum tegundum verður hún 12% í þorski en hærri í öðrum tegundum samkvæmt heimildum. Útgerð getur fært til heimildir á milli skipa innan ársins sem nemur allt að 20% sinna heimilda. Þessi réttur er háður veiði þannig að ekki er hægt að hefja fiskveiðiár með því að færa til afla. Þetta útilokar að handhafi aflaheimilda geti fengið og ráðstafað kvóta án þess að setja skip nokkurn tímann á flot, eins og brögð hafa verið að. Frumvarpið er nú til umfjöllunar innan þingflokka stjórnarflokkanna og verður þá lagt fram á Alþingi. svavar@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira