Telja tölvupóst frá Steingrími setja málið í sérkennilegt ljós 26. janúar 2012 08:00 Krefst frávísunar Baldur krefst þess að máli hans verði vísað frá, til vara að dómur héraðsdóms verði ómerktur, til þrautarvara að hann verði sýknaður og til þrautarþrautarvara að refsingin verði milduð úr tveggja ára fangelsisdómi. Aðstandendur Baldurs sátu næst honum á fremsta bekk í gær.Fréttablaðið/gva Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknar FME með bréfi 7. maí 2009. Hann hafði þá verið í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar. Undir lok mánaðarins ritaði hann Steingrími J. Sigfússyni bréf þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi snúa aftur til fyrra starfs síns þegar tímabundnu leyfi hans lyki. Að samkomulagi varð að hann tæki við störfum ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu til áramóta en tæki í kjölfarið aftur við starfinu í fjármálaráðuneytinu. Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dómnum: Steingrímur J. Sigfússon sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins tölvupóst 9. júní sama árs – sem Karl kallaði í gær „einkennilegan" – þar sem sagði að Baldur mundi snúa aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu um næstu áramót „nema eitthvað annað komi til í millitíðinni". Tveimur dögum síðar birtist síðan frétt í Morgunblaðinu um tilfærslu ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta og var sérstaklega tekið fram að samkvæmt heimildum blaðsins mundi Baldur „að líkindum hætta störfum um næstu áramót". Á fundi FME viku síðar var svo ákveðið að hefja rannsókn á máli Baldurs að nýju, enda hefðu borist ábendingar um hvar nýjar upplýsingar gæti verið að finna sem réttlættu það. Í ræðu sinni fór Karl ekki nánar út í það hvaða þýðingu hann teldi þessa atburðarás hafa í málinu. Karl lagði mesta áherslu á það í málsvörninni að hrekja það að nokkrar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu endurupptökuna. Vegna þess að ekkert nýtt hefði komið fram hefði endurupptakan verið ólögmæt og bryti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um endurtekna málsmeðferð. Því bæri að vísa málinu frá dómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, benti á að Hæstiréttur hefði þegar dæmt um þetta atriði á rannsóknarstigi en því mótmælti Karl og taldi þann dóm ekki koma í veg fyrir að hægt yrði að taka afstöðu til þess nú. Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson spurði Sigríði í marggang hverjar hinar nýju upplýsingar hefðu verið, og svarið kom að lokum; upplýsingar um fund með Landsbankastjórum og skýrslutökur í kjölfarið af Jónínu S. Lárusdóttur og Áslaugu Árnadóttur, sem báðar gegndu um skeið stöðu ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Sigríður krafðist þess að refsing Baldurs yrði þyngd, enda hefði ásetningur hans verið einbeittur, brotið stórfellt og framið í opinberu starfi. Hæstiréttur mun að líkindum kveða upp dóm innan þriggja vikna. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknar FME með bréfi 7. maí 2009. Hann hafði þá verið í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar. Undir lok mánaðarins ritaði hann Steingrími J. Sigfússyni bréf þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi snúa aftur til fyrra starfs síns þegar tímabundnu leyfi hans lyki. Að samkomulagi varð að hann tæki við störfum ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu til áramóta en tæki í kjölfarið aftur við starfinu í fjármálaráðuneytinu. Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dómnum: Steingrímur J. Sigfússon sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins tölvupóst 9. júní sama árs – sem Karl kallaði í gær „einkennilegan" – þar sem sagði að Baldur mundi snúa aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu um næstu áramót „nema eitthvað annað komi til í millitíðinni". Tveimur dögum síðar birtist síðan frétt í Morgunblaðinu um tilfærslu ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta og var sérstaklega tekið fram að samkvæmt heimildum blaðsins mundi Baldur „að líkindum hætta störfum um næstu áramót". Á fundi FME viku síðar var svo ákveðið að hefja rannsókn á máli Baldurs að nýju, enda hefðu borist ábendingar um hvar nýjar upplýsingar gæti verið að finna sem réttlættu það. Í ræðu sinni fór Karl ekki nánar út í það hvaða þýðingu hann teldi þessa atburðarás hafa í málinu. Karl lagði mesta áherslu á það í málsvörninni að hrekja það að nokkrar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu endurupptökuna. Vegna þess að ekkert nýtt hefði komið fram hefði endurupptakan verið ólögmæt og bryti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um endurtekna málsmeðferð. Því bæri að vísa málinu frá dómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, benti á að Hæstiréttur hefði þegar dæmt um þetta atriði á rannsóknarstigi en því mótmælti Karl og taldi þann dóm ekki koma í veg fyrir að hægt yrði að taka afstöðu til þess nú. Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson spurði Sigríði í marggang hverjar hinar nýju upplýsingar hefðu verið, og svarið kom að lokum; upplýsingar um fund með Landsbankastjórum og skýrslutökur í kjölfarið af Jónínu S. Lárusdóttur og Áslaugu Árnadóttur, sem báðar gegndu um skeið stöðu ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Sigríður krafðist þess að refsing Baldurs yrði þyngd, enda hefði ásetningur hans verið einbeittur, brotið stórfellt og framið í opinberu starfi. Hæstiréttur mun að líkindum kveða upp dóm innan þriggja vikna. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira