Besti læknirinn? Teitur Guðmundsson skrifar 27. mars 2012 06:00 Samkvæmt reglum um eftirlit Landlæknis með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstéttum kemur fram að fylgst skuli með ákveðnum þáttum og liggja því til grundvallar markmið eins og öryggi, rétt tímasetning, skilvirkni, jafnræði til þjónustu og einnig notendamiðuð þjónusta. Við slíkt eftirlit er stuðst við skilgreindar faglegar lágmarkskröfur, skrá um rekstraraðila og unnin er heilbrigðistölfræði úr gagnagrunnum Slysaskrár og Krabbameinsskrár svo eitthvað sé nefnt. Fylgst er með lyfjaútskriftum lækna, haldið utan um kvartanir vegna þjónustu, settar fram klínískar leiðbeiningar og stuðst við gæðavísa. Þegar farið er yfir þetta kemur í ljós að við söfnum geysimiklu magni af upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að við getum áttað okkur á gæðum kerfisins. Almennt virðumst við standa okkur býsna vel sem er ánægjulegt. Víða erlendis eru framkvæmdar þjónustukannanir sem eiga að upplýsa um hug notenda/sjúklinga og gefa innsýn í það hvernig gengur að uppfylla þau markmið sem lögð eru til grundvallar þjónustu heilbrigðiskerfisins gagnvart skjólstæðingum. Hér á landi hafa verið gerðar slíkar kannanir en þær eru flestar orðnar nokkurra ára gamlar. Í mastersritgerð Kristjönu S. Kjartansdóttur í opinberri stjórnsýslu frá árinu 2009, er farið ítarlega yfir gæðakannanir í heilsugæslu og reynslu hinna ýmsu landa af þeim. Þar kemur fram að hún er misjöfn og áreiðanleika geti verið ábótavant, auk þessa er bent á að þær stuðli ekki endilega að jákvæðum breytingum fyrir sjúklinga og hafi jafnvel ekki nein áhrif. Ég hnaut um þann þáttinn að þjónustukannanir leiði ekki til aukinna áhrifa sjúklinga né breytinga á heilbrigðisþjónustu samkvæmt þeirra óskum, líklega vegna tregðu kerfisins og mismunandi áherslna þjónustuþega annars vegar og veitenda hins vegar. Í því felst ákveðin þversögn. Ég hef reyndar verið talsmaður þess að slíkar þjónustukannanir séu gerðar reglubundið og að þær séu gerðar almenningi aðgengilegar. Auðvelt er að vinna úr þeim á rafrænan hátt í dag og birta á vefsíðu sem er öllum aðgengileg. Þær þyrftu að vera reglubundnar og mættu sýna þróun einstaka heilsugæslustöðva og annarra þjónustuaðila og samanburð þar á milli. Áhugavert væri að fá upplýsingar um meðferðarárangur þjónustuaðila eins og við háum blóðþrýstingi, sykursýki, offitu og lífsstílssjúkdómum, rannsóknarkostnaði og lyfjanotkun auk margra fleiri, en þessu er öllu safnað hvort sem er en ekki brotið niður á einstaka einingar. Þá mætti einnig gefa einstaka læknum og heilbrigðisstarfsfólki stig eða einkunn eftir frammistöðu og birta þær niðurstöður á netinu svipað og gert er víða erlendis. Þetta er afar viðkvæmt og þyrfti að útfæra og samræma en þannig gætu sjúklingar fundið besta lækninn eða þjónustuaðilann. Opna ætti fyrir skráningu á heilsugæslustöðvar óháð búsetu og leyfa sjúklingum að velja sinn þjónustuaðila samkvæmt þessum þáttum auk fleiri sem eflaust má tína til. Í umhverfi þar sem ekki ríkir nein samkeppni um sjúklinga eða fjármagn, verður ekki neinn hvati til að standa sig enn betur en við gerum í dag. Það verður að vera til staðar umbunarkerfi til að vinna gegn stöðnun og kulnun, hvernig slíkt kerfi lítur út er hluti af framtíðarstefnumótun heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Samkvæmt reglum um eftirlit Landlæknis með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstéttum kemur fram að fylgst skuli með ákveðnum þáttum og liggja því til grundvallar markmið eins og öryggi, rétt tímasetning, skilvirkni, jafnræði til þjónustu og einnig notendamiðuð þjónusta. Við slíkt eftirlit er stuðst við skilgreindar faglegar lágmarkskröfur, skrá um rekstraraðila og unnin er heilbrigðistölfræði úr gagnagrunnum Slysaskrár og Krabbameinsskrár svo eitthvað sé nefnt. Fylgst er með lyfjaútskriftum lækna, haldið utan um kvartanir vegna þjónustu, settar fram klínískar leiðbeiningar og stuðst við gæðavísa. Þegar farið er yfir þetta kemur í ljós að við söfnum geysimiklu magni af upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að við getum áttað okkur á gæðum kerfisins. Almennt virðumst við standa okkur býsna vel sem er ánægjulegt. Víða erlendis eru framkvæmdar þjónustukannanir sem eiga að upplýsa um hug notenda/sjúklinga og gefa innsýn í það hvernig gengur að uppfylla þau markmið sem lögð eru til grundvallar þjónustu heilbrigðiskerfisins gagnvart skjólstæðingum. Hér á landi hafa verið gerðar slíkar kannanir en þær eru flestar orðnar nokkurra ára gamlar. Í mastersritgerð Kristjönu S. Kjartansdóttur í opinberri stjórnsýslu frá árinu 2009, er farið ítarlega yfir gæðakannanir í heilsugæslu og reynslu hinna ýmsu landa af þeim. Þar kemur fram að hún er misjöfn og áreiðanleika geti verið ábótavant, auk þessa er bent á að þær stuðli ekki endilega að jákvæðum breytingum fyrir sjúklinga og hafi jafnvel ekki nein áhrif. Ég hnaut um þann þáttinn að þjónustukannanir leiði ekki til aukinna áhrifa sjúklinga né breytinga á heilbrigðisþjónustu samkvæmt þeirra óskum, líklega vegna tregðu kerfisins og mismunandi áherslna þjónustuþega annars vegar og veitenda hins vegar. Í því felst ákveðin þversögn. Ég hef reyndar verið talsmaður þess að slíkar þjónustukannanir séu gerðar reglubundið og að þær séu gerðar almenningi aðgengilegar. Auðvelt er að vinna úr þeim á rafrænan hátt í dag og birta á vefsíðu sem er öllum aðgengileg. Þær þyrftu að vera reglubundnar og mættu sýna þróun einstaka heilsugæslustöðva og annarra þjónustuaðila og samanburð þar á milli. Áhugavert væri að fá upplýsingar um meðferðarárangur þjónustuaðila eins og við háum blóðþrýstingi, sykursýki, offitu og lífsstílssjúkdómum, rannsóknarkostnaði og lyfjanotkun auk margra fleiri, en þessu er öllu safnað hvort sem er en ekki brotið niður á einstaka einingar. Þá mætti einnig gefa einstaka læknum og heilbrigðisstarfsfólki stig eða einkunn eftir frammistöðu og birta þær niðurstöður á netinu svipað og gert er víða erlendis. Þetta er afar viðkvæmt og þyrfti að útfæra og samræma en þannig gætu sjúklingar fundið besta lækninn eða þjónustuaðilann. Opna ætti fyrir skráningu á heilsugæslustöðvar óháð búsetu og leyfa sjúklingum að velja sinn þjónustuaðila samkvæmt þessum þáttum auk fleiri sem eflaust má tína til. Í umhverfi þar sem ekki ríkir nein samkeppni um sjúklinga eða fjármagn, verður ekki neinn hvati til að standa sig enn betur en við gerum í dag. Það verður að vera til staðar umbunarkerfi til að vinna gegn stöðnun og kulnun, hvernig slíkt kerfi lítur út er hluti af framtíðarstefnumótun heilbrigðiskerfisins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun