Skjótur frami Nicki Minaj 2. apríl 2012 23:00 Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning