Skjótur frami Nicki Minaj 2. apríl 2012 23:00 Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Nicki Minaj sendir þessa dagana frá sér sína aðra plötu. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloaded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er allsráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You"s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áberandi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Madonnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálfleik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með foreldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjónvarpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með fullskapaða og litríka ímynd, staðráðin í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tónlistarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tónleikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tónleikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira