Aldraðir 37 prósent greiðenda auðlegðarskatts 30. mars 2012 07:00 Helgi Hjörvar Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagður á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum einstaklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækkaður í 1,5% af nettóeignum einstaklinga á bilinu 75 til 150 milljónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rökstuðningur hefði verið fyrir skattinum að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatturinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxtaberandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundinum tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skatturinn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjármála.- mþl Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Alls 37% þeirra sem greiða auðlegðarskatt eru yfir 65 ára aldri. Þá er rúmur fimmtungur greiðenda yfir 75 ára aldri. Einungis 11% eru undir 45 ára aldri. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, um auðlegðarskattinn í Hörpu í gær. Auðlegðarskattur var lagður á árið 2009, tímabundið til þriggja ára. Fyrst um sinn var hann 1,25% af nettóeignum einstaklinga umfram 90 milljónir og hjóna umfram 120 milljónir. Síðan hefur skatturinn verið framlengdur um tvö ár og hækkaður í 1,5% af nettóeignum einstaklinga á bilinu 75 til 150 milljónir og 2% á eignir umfram það. Þá borga hjón 1,5% af eignum umfram 100 milljónir og 2% af eignum umfram 200 milljónir. Alls greiddu 3.817 einstaklingar auðlegðarskatt á árinu 2009 og 5.570 einstaklingar árið 2010. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, flutti erindi á fundinum og benti á að sá rökstuðningur hefði verið fyrir skattinum að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni fyrir hrun greiddu hluta ágóðans til baka. Tölur um greiðendur skattsins bentu hins vegar til þess að skatturinn legðist aðallega á eldri borgara, þar á meðal marga sem ættu fáar og jafnvel engar vaxtaberandi eignir. Í pallborðsumræðum á fundinum tóku þátt meðal annarra Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands aldraðra, og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Jóna sagði þessa skattheimtu komna út fyrir allt velsæmi á meðan Helgi Hjörvar kallaði hana sanngjarnt framlag þeirra efnuðustu á erfiðum tímum. Helgi lagði þó áherslu á að skatturinn væri neyðarbrauð sem ætti ekki að vera viðvarandi. Þá sagði hann ekki hægt að útiloka að skatturinn yrði aftur framlengdur, það færi eftir þróun stöðu ríkisfjármála.- mþl
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent