Masters 2012: Hnífjöfn barátta milli Tigers og Rory 4. apríl 2012 12:00 Rory McIlroy og Tiger Woods. Nordic Photos/Getty Images Það hefur sjaldan ríkt eins mikil eftirvænting fyrir fyrsta risamót ársins í golfi enda margir líklegir til þess að gera atlögu að titlinum. Veðbankar eru flestir með Tiger Woods sem líklegan sigurvegara en ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er einnig ofarlega á þeim lista. Ekki má gleyma Englendingunum Luke Donald og Lee Westwood en þeir eru í hópi þeirra sem hafa aldrei náð að sigra á risamóti á ferlinum. Donald er í efsta sæti heimslistans en Westwood er í því þriðja. Skiptar skoðanir eru um hver muni standa uppi sem sigurvegari en viðmælendur Fréttablaðsins hafa aðeins trú á því að tveir kylfingar komi til greina sem sigurvegar. Og það kemur víst fáum á óvart að þeir eru Tiger Woods og Rory McIlroy. Fréttablaðið fékk nokkra áhugasama kylfinga til þess að spá fyrir um sigurvegarann í ár, en spámennirnir eru allir þekktir fyrir aðra hluti en golf.Hlynur Bæringsson Tiger Woods Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson, sem leikur með sænska liðinu Sundsvall, hefur aðeins verið að fikra sig áfram í golfíþróttinni en hann hefur trú á því að Tiger Woods standi uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu í ár. „Ég hef trú á því að Tigerinn fari aftur í gang. Hann hefur eins og allir vita ekki náð fyrri getu eftir alla skandalana og verið í miklu basli. Ég hef mikla samúð með mönnum sem eru í basli á golfvellinum, enda þekki ég eingöngu þá hliðina á sportinu, að ströggla. En eins og ég trúi á að einn daginn muni mínir sönnu golfhæfileikar skína í gegn, þá trúi ég því að Tiger nái loksins að að nálgast fyrri styrk og það mun skila honum sigri í mótinu," segir Hlynur Bæringsson.Sigurður Hlöðversson Rory McIlroy Sigurður Hlöðversson eða „Siggi Hlö" er gríðarlega áhugasamur kylfingur og hann ætlar að fylgjast vel með Mastersmótinu. Útvarpsmaðurinn efast um að Tiger Woods nái að landa sigri í fimmta sinn á ferlinum. „Ég veit að allra augu beinast að Tiger vegna þess að hann náði loksins að vinna mót. Ég sá hann reyndar vinna þetta sama mót árið 2009 þegar ég fór og elti hann á Bay Hill. Held að það hafi verið síðasta mótið sem hann vann. Ég held að hann vinni ekki Masters í ár, hann á við smá meiðsli að stríða og er ekki enn kominn í sitt besta form. Ég held með Rory McIlroy, finnst hann vera sá sem er að taka við keflinu af Tiger næstu 10 árin. Hann hefur þroskast mikið sem leikmaður og nú held ég að græni jakkinn verði hans. Margir tala um að Phil Michelson muni gera harða hríð að jakkanum en ég spái að hann annaðhvort komist ekki í gegnum niðurskurðinn eða rétt merji það að komast áfram," segir Siggi Hlö.Ríkharður Daðason Rory McIlroy Norður-Írinn Rory McIlroy er efstur á listanum hjá Ríkharði Daðasyni, fyrrum landsliðsframherja í knattspyrnu. Ríkharður hefur eins og margir aðrir afreksíþróttamenn fengið mikla golfdellu eftir að ferlinum lauk. „Rory McIlroy sýndi í fyrra að hann getur spilað á Augusta, þó hann hafi skort reynslu til að klára mótið. Hann kom gríðarlega öflugur til baka aðeins nokkrum vikum síðar og rúllaði yfir samkeppnina á US Open þegar hann vann með 8 höggum. Jafnframt hefur hann verið að spila vel undanfarið og fór í fyrsta sinn í efsta sæti heimslistans þegar hann vann Honda Classic um daginn og lenti í þriðja sæti vikuna á eftir á Cadillac Championship. Rory McIlroy fær græna jakkann í fyrsta sinn á sunnudaginn," segir Ríkharður Daðason.Eyjólfur Kristjánsson Tiger Woods Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson er ekki í vafa um hver sigrar á Mastersmótinu í ár og hann hefur trú á reynslumiklum bandarískum kylfingum. „Þetta er mjög einfalt. Tiger Woods sigrar. Hann er nú á ný kominn með gamla blóðbragðið í munninn, Phil Mickelson kemur þar næst í kjölfarið," segir Eyjólfur Kristjánsson en hann hefur stundað golfíþróttina af krafti og er án efa einn sá allra besti úr röðum tónlistarmanna á Íslandi. Eða svo segir sagan. Golf Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Það hefur sjaldan ríkt eins mikil eftirvænting fyrir fyrsta risamót ársins í golfi enda margir líklegir til þess að gera atlögu að titlinum. Veðbankar eru flestir með Tiger Woods sem líklegan sigurvegara en ungstirnið Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er einnig ofarlega á þeim lista. Ekki má gleyma Englendingunum Luke Donald og Lee Westwood en þeir eru í hópi þeirra sem hafa aldrei náð að sigra á risamóti á ferlinum. Donald er í efsta sæti heimslistans en Westwood er í því þriðja. Skiptar skoðanir eru um hver muni standa uppi sem sigurvegari en viðmælendur Fréttablaðsins hafa aðeins trú á því að tveir kylfingar komi til greina sem sigurvegar. Og það kemur víst fáum á óvart að þeir eru Tiger Woods og Rory McIlroy. Fréttablaðið fékk nokkra áhugasama kylfinga til þess að spá fyrir um sigurvegarann í ár, en spámennirnir eru allir þekktir fyrir aðra hluti en golf.Hlynur Bæringsson Tiger Woods Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson, sem leikur með sænska liðinu Sundsvall, hefur aðeins verið að fikra sig áfram í golfíþróttinni en hann hefur trú á því að Tiger Woods standi uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu í ár. „Ég hef trú á því að Tigerinn fari aftur í gang. Hann hefur eins og allir vita ekki náð fyrri getu eftir alla skandalana og verið í miklu basli. Ég hef mikla samúð með mönnum sem eru í basli á golfvellinum, enda þekki ég eingöngu þá hliðina á sportinu, að ströggla. En eins og ég trúi á að einn daginn muni mínir sönnu golfhæfileikar skína í gegn, þá trúi ég því að Tiger nái loksins að að nálgast fyrri styrk og það mun skila honum sigri í mótinu," segir Hlynur Bæringsson.Sigurður Hlöðversson Rory McIlroy Sigurður Hlöðversson eða „Siggi Hlö" er gríðarlega áhugasamur kylfingur og hann ætlar að fylgjast vel með Mastersmótinu. Útvarpsmaðurinn efast um að Tiger Woods nái að landa sigri í fimmta sinn á ferlinum. „Ég veit að allra augu beinast að Tiger vegna þess að hann náði loksins að vinna mót. Ég sá hann reyndar vinna þetta sama mót árið 2009 þegar ég fór og elti hann á Bay Hill. Held að það hafi verið síðasta mótið sem hann vann. Ég held að hann vinni ekki Masters í ár, hann á við smá meiðsli að stríða og er ekki enn kominn í sitt besta form. Ég held með Rory McIlroy, finnst hann vera sá sem er að taka við keflinu af Tiger næstu 10 árin. Hann hefur þroskast mikið sem leikmaður og nú held ég að græni jakkinn verði hans. Margir tala um að Phil Michelson muni gera harða hríð að jakkanum en ég spái að hann annaðhvort komist ekki í gegnum niðurskurðinn eða rétt merji það að komast áfram," segir Siggi Hlö.Ríkharður Daðason Rory McIlroy Norður-Írinn Rory McIlroy er efstur á listanum hjá Ríkharði Daðasyni, fyrrum landsliðsframherja í knattspyrnu. Ríkharður hefur eins og margir aðrir afreksíþróttamenn fengið mikla golfdellu eftir að ferlinum lauk. „Rory McIlroy sýndi í fyrra að hann getur spilað á Augusta, þó hann hafi skort reynslu til að klára mótið. Hann kom gríðarlega öflugur til baka aðeins nokkrum vikum síðar og rúllaði yfir samkeppnina á US Open þegar hann vann með 8 höggum. Jafnframt hefur hann verið að spila vel undanfarið og fór í fyrsta sinn í efsta sæti heimslistans þegar hann vann Honda Classic um daginn og lenti í þriðja sæti vikuna á eftir á Cadillac Championship. Rory McIlroy fær græna jakkann í fyrsta sinn á sunnudaginn," segir Ríkharður Daðason.Eyjólfur Kristjánsson Tiger Woods Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson er ekki í vafa um hver sigrar á Mastersmótinu í ár og hann hefur trú á reynslumiklum bandarískum kylfingum. „Þetta er mjög einfalt. Tiger Woods sigrar. Hann er nú á ný kominn með gamla blóðbragðið í munninn, Phil Mickelson kemur þar næst í kjölfarið," segir Eyjólfur Kristjánsson en hann hefur stundað golfíþróttina af krafti og er án efa einn sá allra besti úr röðum tónlistarmanna á Íslandi. Eða svo segir sagan.
Golf Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira