Efinn og upprisan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. apríl 2012 06:00 Á laugardaginn fyrir páska einhvern tímann í kringum árið 30 eftir okkar tímatali, voru fylgjendur Jesú Krists ákaflega dapur söfnuður. Leiðtogi þeirra hafði ekki aðeins verið tekinn af lífi daginn áður eins og hver annar glæpamaður, dæmdur af valdamönnum og úthrópaður af almenningi. Söfnuðurinn var líka fullur efasemda um að Jesús væri yfirleitt sá sem hann hafði sagzt vera, frelsari mannkynsins og Guðs sonur. Sjálfur Símon Pétur hafði afneitað honum þrisvar í hallargarði æðsta prestsins. Jafnvel eftir að gröf Jesú hafði fundizt tóm á páskadagsmorgun voru margir sem vildu ekki trúa konunum sem höfðu komið þangað fyrstar: „Þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki," segir Lúkas guðspjallamaður um viðbrögð lærisveinanna. Það var ekki fyrr en að kvöldi páskadags, eftir að Jesús hafði snætt með lærisveinum sínum í Emmaus, að þeir trúðu því að hann væri upprisinn. Hann sýndi þeim naglaförin á höndum sínum og fótum til sannindamerkis um það hver hann væri. Tómas postuli efaðist lengst og heimtaði að fá að setja fingurinn í sárin til að sannfærast, annars myndi hann alls ekki trúa. Þannig er sagt frá í Jóhannesarguðspjalli: „Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar og kom með hönd þína og legg í síðu mína og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður." Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!" Jesús segir við hann: „Þú trúir af því að þú hefur séð mig. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó." Frásögninni af fundi þeirra Tómasar fylgir höfundur Jóhannesarguðspjalls þannig eftir: „En þetta er ritað til þess að þið trúið að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þið í trúnni eigið líf í hans nafni." Sannfæringarkraftur þessarar tvö þúsund ára gömlu sögu er slíkur, að í dag játa hundruð milljóna manna um allan heim kristna trú. Frásögnin af upprisunni og það fyrirheit um eilíft líf, sem hún gefur, er kjarninn í trú margra kristinna manna. Samt er auðvelt að efast um sannleiksgildi frásagnarinnar, tilvist Guðs og allt hitt. Flestir kristnir menn sem eru komnir til vits og ára hljóta stundum að efast. Enda eigum við engan kost á þeim áþreifanlegu sönnunum sem Tómasi postula stóðu til boða. Okkar sannanir fyrir upprisunni eru óbeinar og alveg eldgamlar. Enda verður sagan ekki sannfærandi nema vegna samhengisins sem hún er sögð í, við kærleiksboðskap þess krossfesta og upprisna. Hann er ævinlega nýr og ferskur og felur alltaf í sér nýtt tækifæri til að lifa lífi í nafni Jesú og að hans fyrirmynd. Það snýst ekki sízt um afstöðu okkar hvers og eins; hvort við erum reiðubúin að grípa það tækifæri; hvort við getum líka trúað án þess að hafa séð. Sá sem á slíka trú þarf ekki að efast um að þótt nú sé kannski dapur laugardagur kemur á morgun sunnudagur þar sem sigrarnir vinnast. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Á laugardaginn fyrir páska einhvern tímann í kringum árið 30 eftir okkar tímatali, voru fylgjendur Jesú Krists ákaflega dapur söfnuður. Leiðtogi þeirra hafði ekki aðeins verið tekinn af lífi daginn áður eins og hver annar glæpamaður, dæmdur af valdamönnum og úthrópaður af almenningi. Söfnuðurinn var líka fullur efasemda um að Jesús væri yfirleitt sá sem hann hafði sagzt vera, frelsari mannkynsins og Guðs sonur. Sjálfur Símon Pétur hafði afneitað honum þrisvar í hallargarði æðsta prestsins. Jafnvel eftir að gröf Jesú hafði fundizt tóm á páskadagsmorgun voru margir sem vildu ekki trúa konunum sem höfðu komið þangað fyrstar: „Þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki," segir Lúkas guðspjallamaður um viðbrögð lærisveinanna. Það var ekki fyrr en að kvöldi páskadags, eftir að Jesús hafði snætt með lærisveinum sínum í Emmaus, að þeir trúðu því að hann væri upprisinn. Hann sýndi þeim naglaförin á höndum sínum og fótum til sannindamerkis um það hver hann væri. Tómas postuli efaðist lengst og heimtaði að fá að setja fingurinn í sárin til að sannfærast, annars myndi hann alls ekki trúa. Þannig er sagt frá í Jóhannesarguðspjalli: „Síðan segir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar og kom með hönd þína og legg í síðu mína og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður." Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!" Jesús segir við hann: „Þú trúir af því að þú hefur séð mig. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó." Frásögninni af fundi þeirra Tómasar fylgir höfundur Jóhannesarguðspjalls þannig eftir: „En þetta er ritað til þess að þið trúið að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þið í trúnni eigið líf í hans nafni." Sannfæringarkraftur þessarar tvö þúsund ára gömlu sögu er slíkur, að í dag játa hundruð milljóna manna um allan heim kristna trú. Frásögnin af upprisunni og það fyrirheit um eilíft líf, sem hún gefur, er kjarninn í trú margra kristinna manna. Samt er auðvelt að efast um sannleiksgildi frásagnarinnar, tilvist Guðs og allt hitt. Flestir kristnir menn sem eru komnir til vits og ára hljóta stundum að efast. Enda eigum við engan kost á þeim áþreifanlegu sönnunum sem Tómasi postula stóðu til boða. Okkar sannanir fyrir upprisunni eru óbeinar og alveg eldgamlar. Enda verður sagan ekki sannfærandi nema vegna samhengisins sem hún er sögð í, við kærleiksboðskap þess krossfesta og upprisna. Hann er ævinlega nýr og ferskur og felur alltaf í sér nýtt tækifæri til að lifa lífi í nafni Jesú og að hans fyrirmynd. Það snýst ekki sízt um afstöðu okkar hvers og eins; hvort við erum reiðubúin að grípa það tækifæri; hvort við getum líka trúað án þess að hafa séð. Sá sem á slíka trú þarf ekki að efast um að þótt nú sé kannski dapur laugardagur kemur á morgun sunnudagur þar sem sigrarnir vinnast. Gleðilega páska.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun