Yngsti snjóbrettasnillingur landsins styrktur af DC 7. apríl 2012 12:45 „Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan. Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
„Það skemmtilegasta sem ég geri er að vera á snjóbretti og hjólabretti," segir Akureyingurinn Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára, sem er sá yngsti í heiminum sem vitað er um sem getur farið heljarstökk aftur á bak á snjóbretti eða svokallað backflip. Benedikt, eða Benni eins og hann er kallaður, var fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti en í dag er hann sannkallað undrabarn í íþróttinni. Bandaríska íþróttamerkið DC Shoes frétti af kappanum, bauð honum út með föður sínum á Shred Days-snjóbrettamótið í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Þar stóð Benni sig með prýði og var meðal annars valinn nýliði ársins. „Þeir hjá DC fréttu af honum og vildu sjá hvað hann gæti með eigin augum. Okkur feðgunum var því boðið út þar sem Benni atti kappi við tvo ellefu ára stráka og var að lokum valinn nýliði ársins á mótinu," segir Friðbjörn Benediktsson faðir Benna en þeir feðgar hafa náð munnlegu samkomulagi við fyrirtækið sem styrkir Benna og gefur honum þann snjóbrettafatnað sem hann þarf á að halda. „Hann vakti mikla athygli þarna úti. Hann þurfti meira að segja að gefa eiginhandaráritanir og stilla sér upp á myndum fyrir aðdáendur." Sjálfur er Benni himinlifandi yfir ferðalaginu og fannst skemmtilegast að renna sér, sérstaklega með fræga norska snjóbrettakappanum Thorstein Horgmo sem er í uppáhaldi hjá Benna. „Við renndum okkur saman og hann kenndi mér smá," segir Benni sem segist ekki detta oft. „Ég rotaðist í fyrra en ég man ekki hvernig það gerðist. Núna er ég alltaf með hjálm." Friðbjörn segir Benna hafa verið ótrúlega fljótan að ná tökum á íþróttinni. „Hann hugsar ekki um mikið annað og fer alltaf í fjallið þegar færi gefst. Á sumrin er hann á hjólabretti og í fimleikum. Ég hef séð rosalega miklar framfarir hjá honum á síðasta ári. Hann er staðráðinn í að verða atvinnumaður þegar hann verður stór." Næst á dagskrá hjá Benna er að renna sér á AK Extreme snjóbrettamótinu sem hefst á Akureyri 12. apríl, en þar er hann yngsti keppandinn. alfrun@frettabladid.is Hægt er að sjá Benna sýna ótrúlega takta í myndbandinu hér fyrir ofan.
Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira