Sögð hafa óhlýðnast vegna nektarstaðar 11. apríl 2012 06:30 Goldfinger Bæjarfulltrúar segja vef skemmtistaðarins og viðtöl við eiganda hans ásamt lögregluskýrslum hafa gefið tilefni til nánari skoðunar á staðnum áður en starfsleyfið var endurnýjað.Fréttablaðið/Heiða Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum og Guðný Dóra Gestsdóttir frá Vinstri grænum lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29. mars síðastliðinn vegna útgáfu á starfsleyfi til Goldfinger. „Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar fyrrverandi bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum," segir í bókun þremenninganna sem vitna til bókunar bæjarráðsins frá 9. desember 2010: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögregla) vinni saman umsögn um málið." Bæjaryfirvöld eru aðeins einn umsagnaraðilanna. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út starfsleyfið sjálft og það fékk Goldfinger eftir að engin umsögn hafði borist frá Kópavogsbæ í febrúar í fyrra. Áður hafði lögmaður hjá bænum og lögmannsstofa sem bærinn leitaði til komist að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn hefði ekki lögmæta ástæðu til að leggjast gegn útgáfu leyfisins. Guðríður, Hjálmar og Guðný Dóra segjast í bókun sinni „telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar". Ástæður þess að ákveðið hafi verið í bæjarráði í desember 2010 að kalla alla umsagnaraðila um starfsleyfisveitinguna saman til fundar segja bæjarfulltrúarnir hafa verið lögregluskýrslu, viðtöl í fjölmiðlum við Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger, og vef skemmtistaðarins „þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 krónur". Bæjarfulltrúarnir þrír undirstrika að allir bæjarráðsmenn hafi staðið að samþykktinni um að kalla umsagnaraðilana saman til fundar vegna Goldfinger. „Var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið að gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum." Fréttablaðið fékk ekki svar í gær frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúanna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar fyrrverandi meirihluta í Kópavogi átelja Guðrúnu Pálsdóttur, sem þau réðu sjálf sem bæjarstjóra sumarið 2010, vegna útgáfu starfsleyfis til skemmtistaðarins Goldfinger. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Hjálmarsson úr Næst besta flokknum og Guðný Dóra Gestsdóttir frá Vinstri grænum lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29. mars síðastliðinn vegna útgáfu á starfsleyfi til Goldfinger. „Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar fyrrverandi bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum," segir í bókun þremenninganna sem vitna til bókunar bæjarráðsins frá 9. desember 2010: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögregla) vinni saman umsögn um málið." Bæjaryfirvöld eru aðeins einn umsagnaraðilanna. Það er hins vegar sýslumaður sem gefur út starfsleyfið sjálft og það fékk Goldfinger eftir að engin umsögn hafði borist frá Kópavogsbæ í febrúar í fyrra. Áður hafði lögmaður hjá bænum og lögmannsstofa sem bærinn leitaði til komist að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn hefði ekki lögmæta ástæðu til að leggjast gegn útgáfu leyfisins. Guðríður, Hjálmar og Guðný Dóra segjast í bókun sinni „telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar". Ástæður þess að ákveðið hafi verið í bæjarráði í desember 2010 að kalla alla umsagnaraðila um starfsleyfisveitinguna saman til fundar segja bæjarfulltrúarnir hafa verið lögregluskýrslu, viðtöl í fjölmiðlum við Ásgeir Davíðsson, eiganda Goldfinger, og vef skemmtistaðarins „þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 krónur". Bæjarfulltrúarnir þrír undirstrika að allir bæjarráðsmenn hafi staðið að samþykktinni um að kalla umsagnaraðilana saman til fundar vegna Goldfinger. „Var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið að gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum." Fréttablaðið fékk ekki svar í gær frá Guðrúnu Pálsdóttur vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúanna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent