Handverk í formi málverks 22. apríl 2012 15:00 Helga Sigríður er hugfangin af handverki kvenna og notar það í myndlist. mynd/Ágúst Þór Bjarnason „Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona en nýverið sýndi hún ólíkar útfærslur á áttablaðarósinni í gallerý Populus Tremula í Gilinu á Akureyri. Í skólanum skoðaði Helga listsköpun kvenna og hvernig konur hafa notað textíl í myndlist og þar með fann hún sinn tón. „Lokaverkefnið mitt varð stórt teppi úr útsaumsstykkjum, gömlum dúkum og púðum sem ég safnaði að mér. Útsaumurinn hefur gegnum aldirnar verið verk konunnar og ástæða þess að konur fengu að læra teikningu hér áður var til að þær gætu teiknað sín eigin útsaumsmunstur. Ég hef mikinn áhuga á gömlu handverki og munstrum en að yfirfæra þau í málverk," segir Helga. „Ég sýndi fyrstu útsaumsmunstrin á minjasafninu Hnjóti fyrir vestan fyrir þremur árum, en þau vann ég upp úr gömlum púða frá ömmu. Undanfarið hefur áttablaðarósin átt hug minn allan en hún er svo miklu meira en bara útsaumsmunstur. Hún er eldgamalt tákn og kemur fyrir í mörgum trúarbrögðum, táknar jafnvægi og frjósemi," segir Helga en rósina málaði hún bæði á striga og á trékolla auk þess að perla hana á bókarkápur.„Kollarnir höfðu fylgt mér lengi en með því að mála munstrið á setuna með olíulitum breytti ég þeim úr nytjahlutum í skúlptúra, eða í málverk í öðru formi. Svo notaði ég bæði perlur og gamlar tölur til að útfæra rósina á bókakápur en sú hugmynd spratt í framhaldinu af kollunum. Ég vinn gjarnan þannig að verkefnið teymir mig áfram," útskýrir Helga og segist jafnvel vera undir áhrifum frá nemendum sínum í Hrafnagilsskóla. „Ég kenni í leikskóladeildinni, yngstu og elstu börnunum og það er oft ótrúlegt að horfa á hvað þau eru óhrædd við að nota liti og verkin verða til hjá þeim áreynslulaust. Það á mjög vel við mig." Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona en nýverið sýndi hún ólíkar útfærslur á áttablaðarósinni í gallerý Populus Tremula í Gilinu á Akureyri. Í skólanum skoðaði Helga listsköpun kvenna og hvernig konur hafa notað textíl í myndlist og þar með fann hún sinn tón. „Lokaverkefnið mitt varð stórt teppi úr útsaumsstykkjum, gömlum dúkum og púðum sem ég safnaði að mér. Útsaumurinn hefur gegnum aldirnar verið verk konunnar og ástæða þess að konur fengu að læra teikningu hér áður var til að þær gætu teiknað sín eigin útsaumsmunstur. Ég hef mikinn áhuga á gömlu handverki og munstrum en að yfirfæra þau í málverk," segir Helga. „Ég sýndi fyrstu útsaumsmunstrin á minjasafninu Hnjóti fyrir vestan fyrir þremur árum, en þau vann ég upp úr gömlum púða frá ömmu. Undanfarið hefur áttablaðarósin átt hug minn allan en hún er svo miklu meira en bara útsaumsmunstur. Hún er eldgamalt tákn og kemur fyrir í mörgum trúarbrögðum, táknar jafnvægi og frjósemi," segir Helga en rósina málaði hún bæði á striga og á trékolla auk þess að perla hana á bókarkápur.„Kollarnir höfðu fylgt mér lengi en með því að mála munstrið á setuna með olíulitum breytti ég þeim úr nytjahlutum í skúlptúra, eða í málverk í öðru formi. Svo notaði ég bæði perlur og gamlar tölur til að útfæra rósina á bókakápur en sú hugmynd spratt í framhaldinu af kollunum. Ég vinn gjarnan þannig að verkefnið teymir mig áfram," útskýrir Helga og segist jafnvel vera undir áhrifum frá nemendum sínum í Hrafnagilsskóla. „Ég kenni í leikskóladeildinni, yngstu og elstu börnunum og það er oft ótrúlegt að horfa á hvað þau eru óhrædd við að nota liti og verkin verða til hjá þeim áreynslulaust. Það á mjög vel við mig."
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira