Getur þýtt gjaldþrot eða frekari aðlögun 25. apríl 2012 04:00 á sjó Enn er varað við hærra veiðigjaldi vegna stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. fréttablaðið/jse Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira