Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán 26. apríl 2012 07:00 bílahaf ESA viðurkennir að neytendasjónarmið geti verið fyrir banni gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Það bann megi þó ekki vera algilt. Fjöldi slíkra lána var veittur vegna bílakaupa.fréttablaðið/valli ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Meginathugasemd ESA er að þetta fæli fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskri krónu. Allsherjarbann við slíkri tengingu sé ekki réttlætanlegt og hægt sé að ná fram neytendavernd á annan máta. Stofnunin tekur fram að álitið hafi ekki áhrif á endurútreikninga gengistryggðra lána eða gjaldeyrishöft. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að ESA viðurkenni hugmyndafræðina á bak við lögin. Stofnunin telji hins vegar að altækt bann gangi of langt. „Nú höfum við tvo mánuði til að bregðast við, rökstyðja lögin og eftir atvikum taka til varna eða boða viðbrögð sem þyrfti að grípa til." Hann vill ekki fara mikið út í það hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, yrði Ísland að fara eftir álitinu. „Það kann að vera að við þyrftum að gera einhverjar breytingar og aðgreina betur einstaklinga og lögaðila, en ég vil ekki fara mikið út í það." Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segist mjög ósammála túlkun ESA. Hann segir bannið á engan hátt snúa að fjármagnsflutningum á milli landa. „Þetta fjallar einfaldlega um hvort tengja megi verðgildi íslensku krónunnar við aðra gjaldmiðla." Hann býst því ekki við að þetta hafi mikil áhrif hér á landi. Bréfið frá ESA er svokölluð formleg athugasemd (e. Letter of Formal Notice). Sé stofnunin ósátt við svarbréf Íslendinga getur hún sent rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) sem Íslendingar fá rúm til að svara. Sé það svar ekki tekið til greina gæti málið endað fyrir EFTA-dómstólnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. Meginathugasemd ESA er að þetta fæli fjármálastofnanir frá því að fjármagna lán sín í öðrum myntum en íslenskri krónu. Allsherjarbann við slíkri tengingu sé ekki réttlætanlegt og hægt sé að ná fram neytendavernd á annan máta. Stofnunin tekur fram að álitið hafi ekki áhrif á endurútreikninga gengistryggðra lána eða gjaldeyrishöft. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að ESA viðurkenni hugmyndafræðina á bak við lögin. Stofnunin telji hins vegar að altækt bann gangi of langt. „Nú höfum við tvo mánuði til að bregðast við, rökstyðja lögin og eftir atvikum taka til varna eða boða viðbrögð sem þyrfti að grípa til." Hann vill ekki fara mikið út í það hvaða breytingar þetta hefði í för með sér, yrði Ísland að fara eftir álitinu. „Það kann að vera að við þyrftum að gera einhverjar breytingar og aðgreina betur einstaklinga og lögaðila, en ég vil ekki fara mikið út í það." Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segist mjög ósammála túlkun ESA. Hann segir bannið á engan hátt snúa að fjármagnsflutningum á milli landa. „Þetta fjallar einfaldlega um hvort tengja megi verðgildi íslensku krónunnar við aðra gjaldmiðla." Hann býst því ekki við að þetta hafi mikil áhrif hér á landi. Bréfið frá ESA er svokölluð formleg athugasemd (e. Letter of Formal Notice). Sé stofnunin ósátt við svarbréf Íslendinga getur hún sent rökstutt álit (e. Reasoned Opinion) sem Íslendingar fá rúm til að svara. Sé það svar ekki tekið til greina gæti málið endað fyrir EFTA-dómstólnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ Sjá meira