Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar 26. apríl 2012 10:00 Silfra Hin kristaltæra Silfra er feikidjúp og opnast út í Þingvallavatn austan Öxarár. Á mestu álagsstundum svamla kafarar þar hver um annan þveran.Fréttablaðið/Vilhelm „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
„Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja," segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. Fimm fyrirtæki selja köfun og snork í gjánni Silfru. Talið er að burðarþoli gjárinnar sé náð eftir viðvarandi vöxt í starfseminni. Fyrirtækin áætla að á bilinu sjö til átta þúsund kafarar hafi synt um Silfru í fyrrasumar og gera ráð fyrir 10 til 30 prósenta aukningu á þessu ári. Það þýðir að kafararnir gætu orðið yfir tíu þúsund í sumar. Reiknað með að Silfra velti á bilinu 100 til 120 milljónum króna á ári. „Þetta er gríðarlega ásetið svæði. Viðskiptavinir þarna fá stundum ekki alveg það sem þeir áttu von á ef það er mikil örtröð eins og oft er," segir Ólafur sem kveður undirbúning útboðs á sérleyfunum á lokastigi. Umsagnir og álit hafi verið fengin frá fjölmörgum aðilum, meðal annars á sviði öryggismála sem séu fyrsta forgangsatriði. Jafnhliða hafi endurbætur á aðstöðu fyrir köfunarþjónustuna verið settar inn í framkvæmdaáætlun þjóðgarðsins. „Annars vegar er um að ræða að gera skipulag til lengri tíma og hins vegar að ráðast í það í sumar að koma upp bílastæðum og salernum til bráðabirgða. Einnig að setja stiga þar sem kafarar fara upp úr Silfru og lagfæra stíga auk annars," lýsir Ólafur. Að sögn Ólafs eiga köfunarfyrirtæki að fá ákveðið tímahólf á hverjum degi. „Síðan er ætlunin að komið verði á gjaldi þar sem greitt verður eftir aðsókn hjá hverju fyrirtæki," segir hann og undirstrikar að gjaldið sem innheimta eigi af hverjum kafara sé ekki skattur heldur greiðsla fyrir veitta þjónustu af hálfu þjóðgarðsins. „Við erum að fara hér inn á alveg nýjar brautir. Ætlunin er að allir geti átt jöfn tækifæri," segir þjóðgarðsvörður. - gar
Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira