Hauskúpu stolið frá Hörpu 26. apríl 2012 14:00 Saknar Freyju Harpa Einarsdóttir saknar hauskúpu gamallar hryssu sem faðir hennar átti. Hauskúpan hvarf af vinnustofu hennar í vikunni.fréttablaðið/anton „Þetta er hauskúpa af meri sem pabbi minn átti og var mér mjög kær. Hún hékk uppi á vegg á vinnustofunni minni og nú er hún horfin og ég hef ekki hugmynd um hvar hún er niðurkomin," segir fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir, sem varð fyrir því óláni í vikunni að hauskúpu í hennar eigu var stolið. Hauskúpan var af meri sem áður var í eigu föður Hörpu og löngu dauð. „Systir mín fann beinagrindina á jörðinni hans pabba fyrir tveimur árum og þá var búið að éta allt af henni þannig að beinin voru mjög hrein. Ég gróf þau upp í hittiðfyrra og raðaði saman fyrir sýningu sem ég hélt, en merin hafði þá verið dáin í mörg, mörg ár," útskýrir Harpa. Það var aðeins hauskúpan sem Harpa geymdi á vinnustofu sinni og grunar hana að merinni hafi líkað það illa þar sem töluverður draugagangur hafi ríkt í húsnæðinu undanfarið. „Beinagrindin er geymd annars staðar og það gæti verið að Freyja hafi verið ósátt við að höfuðið væri skilið frá búknum. Það var í það minnsta einhver draugagangur á vinnustofunni áður en hauskúpan hvarf og ég held að þeir sem tóku hana verði ekki ánægðir með krafsið og hneggið sem fylgir henni." Harpa vonar að hauskúpan komist í réttar hendur sem fyrst þar sem hana langar að sameina höfuð og búk merarinnar Freyju. „Ég vona að hauskúpan komist til skila og ef einhver veit hvar hún er niðurkomin má sá hinn sami hafa samband við mig í gegnum Facebook." - sm Lífið Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
„Þetta er hauskúpa af meri sem pabbi minn átti og var mér mjög kær. Hún hékk uppi á vegg á vinnustofunni minni og nú er hún horfin og ég hef ekki hugmynd um hvar hún er niðurkomin," segir fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir, sem varð fyrir því óláni í vikunni að hauskúpu í hennar eigu var stolið. Hauskúpan var af meri sem áður var í eigu föður Hörpu og löngu dauð. „Systir mín fann beinagrindina á jörðinni hans pabba fyrir tveimur árum og þá var búið að éta allt af henni þannig að beinin voru mjög hrein. Ég gróf þau upp í hittiðfyrra og raðaði saman fyrir sýningu sem ég hélt, en merin hafði þá verið dáin í mörg, mörg ár," útskýrir Harpa. Það var aðeins hauskúpan sem Harpa geymdi á vinnustofu sinni og grunar hana að merinni hafi líkað það illa þar sem töluverður draugagangur hafi ríkt í húsnæðinu undanfarið. „Beinagrindin er geymd annars staðar og það gæti verið að Freyja hafi verið ósátt við að höfuðið væri skilið frá búknum. Það var í það minnsta einhver draugagangur á vinnustofunni áður en hauskúpan hvarf og ég held að þeir sem tóku hana verði ekki ánægðir með krafsið og hneggið sem fylgir henni." Harpa vonar að hauskúpan komist í réttar hendur sem fyrst þar sem hana langar að sameina höfuð og búk merarinnar Freyju. „Ég vona að hauskúpan komist til skila og ef einhver veit hvar hún er niðurkomin má sá hinn sami hafa samband við mig í gegnum Facebook." - sm
Lífið Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira