Of erfitt er að saksækja fyrir hatur á netinu 27. apríl 2012 07:00 Fordómar Íslenskir lögreglumenn ættu að bregðast við og stöðva brot á lögum sjái þeir skilti með hatursáróðri í mótmælum hér á landi segir Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra.Nordicphotos/AFP Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Breyta þarf lögum til að auðveldara sé að saksækja fyrir hatursáróður á samfélagsmiðlum og öðrum vefsíðum sem ekki teljast til hefðbundinna fjölmiðla, að mati Margrétar Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Fæstir gera sér kannski grein fyrir því en fáein orð á Facebook eða Twitter geta kveikt hugmyndir og sáð fræjum í huga þeirra sem eru veikir fyrir," sagði Margrét í erindi sem hún hélt á opnum fundi innanríkisráðuneytisins um hatursáróður. Hún nefndi dæmi um ungan sænskan mann sem hafði látið hatursfull ummæli falla á Twitter-samfélagsmiðlinum um afrísk-ættaðan knattspyrnumann. Tíu dögum eftir að ummælin féllu hafði hann verið dæmdur í 56 daga fangelsi. Margrét sagði nauðsynlegt að breyta ákvæði hegningarlaga um hatursáróður þannig að hægt sé að saksækja þá sem láti frá sér slíkan áróður á grundvelli almannahagsmuna án þess að kæra þurfi að koma til. Hún benti á að í Svíþjóð sé sérstakur saksóknari sem hafi meðal annars slíka glæpi á sínu forræði. „Ég þekki dæmi um að fólk hafi leitað til lögreglunnar og ætlað að kæra það sem það taldi vera hatursáróður, en verið sagt að það hefði ekki lögvarða hagsmuni og gæti því ekki kært," sagði Margrét. Logi Kjartansson, lögfræðingur hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglustjóra, sagði ekki þurfa lagabreytingu til. Hver sem er geti komið ábendingum um meint lögbrot til lögreglu án þess að vera tengdur málinu. Lögreglan hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að fylgjast með og treysti því á ábendingar frá borgurunum um meintan hatursáróður á netinu. Logi sagði þó rétt að rannsókn vissra brota færi aðeins af stað að kröfu einhvers sem teldi brotið á sér. Það eigi til dæmis við um nafnlaus skrif á netinu sem geti talist ærumeiðandi. Margrét sagði einnig mikilvægt að breyta fjölmiðlalögum, sem sett voru í fyrra, til að hægt sé að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að breiða út hatursáróður. Í dag er aðeins hægt að saksækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að hvetja til refsiverðrar háttsemi með útbreiðslu slíks áróðurs. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira