Öryggi á þjóðvegi númer 1 Teitur Guðmundsson skrifar 28. apríl 2012 06:00 Okkur er öllum umhugað um umferðaröryggi á vegum landsins og hafa átt sér stað miklar framfarir á síðastliðnum árum hvað snertir merkingar, vegrið og einbreiðum brúm hefur fækkað svo dæmi séu tekin. Þá hefur áróður Umferðarstofu gegn hraðakstri og áfengis eða vímuefnanotkun í akstri, notkun bílbelta og aukið eftirlit lögreglu sem hluti af markvissri umferðaröryggisáætlun skilað árangri. Hluti af umferðaröryggi á þjóðvegum landsins er auðvitað einnig sá mannafli og tækjabúnaður sem notaður er til að sinna slysum sem óneitanlega geta átt sér stað hvar og hvenær sem er. Það er þessi liður sem ég ætla að fjalla um sérstaklega hér í þessari grein. Hafandi starfað sem læknir víða um land og meðal annars um nokkurt skeið á slysa- og bráðadeildum Landspítala, tekið þátt í neyðarbílsakstri á höfuðborgarsvæðinu og bráðaútköllum í mörgum landshlutum þá hef ég komið að nokkrum fjölda slysa og þurft að sinna slösuðum jafnt úti á víðavangi sem innan veggja spítalans. Það er ljóst að oftsinnis hefur gengið mikið á og hefur reynt á þekkingu, samvinnu og ekki síst tækjabúnað þann sem notaður er við slíkar aðstæður. Eitt af því sem viðbragðsaðilar treysta á í alvarlegum slysum er að hafa fullnægjandi búnað til að geta bjargað mannslífi þegar mikið liggur við. Þar má telja fram ýmislegt en þó vil ég sérstaklega gera að umtalsefni klippur sem tækjabílar slökkviliða hafa til að geta opnað bílflök og greitt fyrir aðgangi og björgun þeirra sem sitja fastir, klemmdir og jafnvel dauðvona. Þarna skiptir tíminn miklu máli og er almennt viðurkennt að í hverju slökkviliði þurfi slíkt tæki sem klippurnar eru. Nú bregður svo við að í Húnavatnssýslum, nánar tiltekið hjá slökkviliðinu á Blönduósi er ekki til staðar fullnægjandi búnaður sem stendur, hann hefur verið í láni frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en hefur verið skilað og ekki liggur fyrir fjárveiting frá sveitarfélagi til kaupa eða leigu á slíkum búnaði. Verðmæti búnaðar sem þessa liggur á bilinu 5-7 milljónir að mér er sagt og verður að teljast hlægilega lág upphæð þegar horft er til nauðsynjar þessa tækis við björgun mannslífa. Öryggi vegfarenda er ógnað með því að hafa vanbúinn mannskap til að bregðast við slysum á umtalsvert löngum kafla af þjóðvegi númer eitt sem liggur eins og flestir vita í gegnum Blönduós. Það er umtalsvert svæði sem slökkvilið og viðbragsaðilar þurfa að geta brugðist við á, þar á meðal tæplega 70 kílómetra kafli af þjóðveginum, svo ekki sé minnst á aðra vegi og vegslóða á þessum slóðum. Þessari grein fylgir kort af umfangi þessa svæðis. Samkvæmt Vegagerðinni fara um 1.400 bílar um þjóðveg 1 þarna á hverjum sólarhring, fjöldi slysa á þessu svæði árið 2010 og 2011 nemur nokkrum tugum og hefur þurft að beita klippum margsinnis undanfarin ár til þess að bjarga lífi. Þetta gengur ekki og er algerlega óásættanlegt fyrir íbúa á svæðinu ekki síður en vegfarendur almennt sem aka þarna um á hverjum degi. Eins og við þekkjum gera slysin ekki boð á undan sér! Ég vil því hvetja þá sem bera ábyrgð á þessu máli að hysja upp um sig og gera okkur viðbragsaðilunum kleift að sinna starfi okkar af fagmennsku, þetta skiptir máli! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Okkur er öllum umhugað um umferðaröryggi á vegum landsins og hafa átt sér stað miklar framfarir á síðastliðnum árum hvað snertir merkingar, vegrið og einbreiðum brúm hefur fækkað svo dæmi séu tekin. Þá hefur áróður Umferðarstofu gegn hraðakstri og áfengis eða vímuefnanotkun í akstri, notkun bílbelta og aukið eftirlit lögreglu sem hluti af markvissri umferðaröryggisáætlun skilað árangri. Hluti af umferðaröryggi á þjóðvegum landsins er auðvitað einnig sá mannafli og tækjabúnaður sem notaður er til að sinna slysum sem óneitanlega geta átt sér stað hvar og hvenær sem er. Það er þessi liður sem ég ætla að fjalla um sérstaklega hér í þessari grein. Hafandi starfað sem læknir víða um land og meðal annars um nokkurt skeið á slysa- og bráðadeildum Landspítala, tekið þátt í neyðarbílsakstri á höfuðborgarsvæðinu og bráðaútköllum í mörgum landshlutum þá hef ég komið að nokkrum fjölda slysa og þurft að sinna slösuðum jafnt úti á víðavangi sem innan veggja spítalans. Það er ljóst að oftsinnis hefur gengið mikið á og hefur reynt á þekkingu, samvinnu og ekki síst tækjabúnað þann sem notaður er við slíkar aðstæður. Eitt af því sem viðbragðsaðilar treysta á í alvarlegum slysum er að hafa fullnægjandi búnað til að geta bjargað mannslífi þegar mikið liggur við. Þar má telja fram ýmislegt en þó vil ég sérstaklega gera að umtalsefni klippur sem tækjabílar slökkviliða hafa til að geta opnað bílflök og greitt fyrir aðgangi og björgun þeirra sem sitja fastir, klemmdir og jafnvel dauðvona. Þarna skiptir tíminn miklu máli og er almennt viðurkennt að í hverju slökkviliði þurfi slíkt tæki sem klippurnar eru. Nú bregður svo við að í Húnavatnssýslum, nánar tiltekið hjá slökkviliðinu á Blönduósi er ekki til staðar fullnægjandi búnaður sem stendur, hann hefur verið í láni frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en hefur verið skilað og ekki liggur fyrir fjárveiting frá sveitarfélagi til kaupa eða leigu á slíkum búnaði. Verðmæti búnaðar sem þessa liggur á bilinu 5-7 milljónir að mér er sagt og verður að teljast hlægilega lág upphæð þegar horft er til nauðsynjar þessa tækis við björgun mannslífa. Öryggi vegfarenda er ógnað með því að hafa vanbúinn mannskap til að bregðast við slysum á umtalsvert löngum kafla af þjóðvegi númer eitt sem liggur eins og flestir vita í gegnum Blönduós. Það er umtalsvert svæði sem slökkvilið og viðbragsaðilar þurfa að geta brugðist við á, þar á meðal tæplega 70 kílómetra kafli af þjóðveginum, svo ekki sé minnst á aðra vegi og vegslóða á þessum slóðum. Þessari grein fylgir kort af umfangi þessa svæðis. Samkvæmt Vegagerðinni fara um 1.400 bílar um þjóðveg 1 þarna á hverjum sólarhring, fjöldi slysa á þessu svæði árið 2010 og 2011 nemur nokkrum tugum og hefur þurft að beita klippum margsinnis undanfarin ár til þess að bjarga lífi. Þetta gengur ekki og er algerlega óásættanlegt fyrir íbúa á svæðinu ekki síður en vegfarendur almennt sem aka þarna um á hverjum degi. Eins og við þekkjum gera slysin ekki boð á undan sér! Ég vil því hvetja þá sem bera ábyrgð á þessu máli að hysja upp um sig og gera okkur viðbragsaðilunum kleift að sinna starfi okkar af fagmennsku, þetta skiptir máli!
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun