Gínurnar í glugganum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. maí 2012 06:00 Næsti biskup Íslands verður kvenkyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrirlitningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. Jafnréttisumræðan á Íslandi snýst nefnilega um það hversu mörgum konum sé hægt að tylla í áberandi embætti til að vekja aðdáun útlendinga. Eða svo virðist manni að minnsta kosti á stundum. Forsætisráðherrann er kona, forseti Alþingis er kona, ráðherrar eru fleiri kvenkyns en karlkyns og margt bendir til þess að næsti forseti lýðveldisins verði kona. Lengra er nú varla hægt að komast í jafnréttinu, eða hvað? Hverjum er ekki sama hver veruleikinn er að baki þessari flottu gluggaútstillingu? Spurningin sem öll þessi umræða um framgang kvenna í opinberum stöðum vekur er þessi: Hefur þetta skilað sér í aukningu á raunverulegu jafnrétti kynjanna? Og því miður er ansi fátt sem bendir til þess. Kvennastéttir eins og leikskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og kennarar, svo ekki sé nú minnst á ófaglærðar starfskonur og verkakonur, eru enn meðal lægst launuðu stétta landsins og fá merki um það að framsókn kvenna í opinberum stöðum hafi nokkur áhrif þar á. Kynferðisbrotum gegn konum fjölgar ár frá ári og verða sífellt hrottalegri en dómar fyrir slík brot líkjast enn í besta falli lélegum bröndurum. Klámvæðingin og kvenfyrirlitningin blómstra sem aldrei fyrr og eftirspurn eftir vændi hefur aldrei verið meiri. Veruleikinn sem hin almenna íslenska kona býr við stangast hressilega á við glansmyndina um kvenfrelsisríkið Ísland. Auðvitað ber að fagna því að konur nái frama innan embættismannakerfis og pólitíkur en umræðan má ekki stöðvast þar. Það að kona fari úr prófastsembætti í biskupsembætti hefur því miður sorglega lítið með jafnrétti kynjanna að gera. Því jafnrétti miðar ekkert áfram á meðan dætur okkar standa frammi fyrir því að verða fyrst og síðast metnar út frá kynferði sínu en ekki atgervi. Jafnrétti snýst ekki um flauelsklædda stóla fyrir fáar útvaldar heldur að allt fólk, karlkyns og kvenkyns, af öllum stéttum og stigum sitji við sama borð hvað varðar afkomumöguleika og virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Næsti biskup Íslands verður kvenkyns. Þúsund ára einokun karla á því embætti er lokið og fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna. Enn eitt dæmið um það hvað Íslendingar eru líbó og langt komnir í jafnréttismálum. Fréttaflutningur af biskupskjörinu nánast einskorðast við kyn biskupsins tilvonandi og sú staðreynd að kjörið sýnir fyrst og fremst þann ásetning kirkjunnar manna að viðhalda status quo og slá um leið vopnin úr höndum þeirra sem gagnrýnt hafa kirkjuna fyrir kvenfyrirlitningu fellur í skuggann. Íhaldssöm kona er sjálfkrafa betri kostur en frjálslyndur karl að mati jafnréttissinna. Jafnréttisumræðan á Íslandi snýst nefnilega um það hversu mörgum konum sé hægt að tylla í áberandi embætti til að vekja aðdáun útlendinga. Eða svo virðist manni að minnsta kosti á stundum. Forsætisráðherrann er kona, forseti Alþingis er kona, ráðherrar eru fleiri kvenkyns en karlkyns og margt bendir til þess að næsti forseti lýðveldisins verði kona. Lengra er nú varla hægt að komast í jafnréttinu, eða hvað? Hverjum er ekki sama hver veruleikinn er að baki þessari flottu gluggaútstillingu? Spurningin sem öll þessi umræða um framgang kvenna í opinberum stöðum vekur er þessi: Hefur þetta skilað sér í aukningu á raunverulegu jafnrétti kynjanna? Og því miður er ansi fátt sem bendir til þess. Kvennastéttir eins og leikskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og kennarar, svo ekki sé nú minnst á ófaglærðar starfskonur og verkakonur, eru enn meðal lægst launuðu stétta landsins og fá merki um það að framsókn kvenna í opinberum stöðum hafi nokkur áhrif þar á. Kynferðisbrotum gegn konum fjölgar ár frá ári og verða sífellt hrottalegri en dómar fyrir slík brot líkjast enn í besta falli lélegum bröndurum. Klámvæðingin og kvenfyrirlitningin blómstra sem aldrei fyrr og eftirspurn eftir vændi hefur aldrei verið meiri. Veruleikinn sem hin almenna íslenska kona býr við stangast hressilega á við glansmyndina um kvenfrelsisríkið Ísland. Auðvitað ber að fagna því að konur nái frama innan embættismannakerfis og pólitíkur en umræðan má ekki stöðvast þar. Það að kona fari úr prófastsembætti í biskupsembætti hefur því miður sorglega lítið með jafnrétti kynjanna að gera. Því jafnrétti miðar ekkert áfram á meðan dætur okkar standa frammi fyrir því að verða fyrst og síðast metnar út frá kynferði sínu en ekki atgervi. Jafnrétti snýst ekki um flauelsklædda stóla fyrir fáar útvaldar heldur að allt fólk, karlkyns og kvenkyns, af öllum stéttum og stigum sitji við sama borð hvað varðar afkomumöguleika og virðingu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun