Innlent

Almenningur fái dorgaðstöðu

Dorgveiðimaður Það er víða hægt að ná sér í soðið.
Dorgveiðimaður Það er víða hægt að ná sér í soðið.
Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt tillögu formannsins Hjálmars Sveinssonar um að láta kanna möguleika þess að koma fyrir dorgaðstöðu fyrir almenning í tengslum við uppsátur fyrir smábáta við Eyjarslóð.

„Aðstaða sem þessi er í senn tækifæri til þess að veita almenningi bætt aðgengi að sjó við gömlu höfnina og endurvekja með bættri aðstöðu þá gömlu iðju barna og fullorðinna að renna fyrir fisk. Mikilvægt er að öryggis við aðstöðu sem þessa sé gætt eins og kostur er," segir í greinargerð með tillögunni. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×