Almenn niðurfærsla forsenda stuðnings 15. maí 2012 05:00 Samstarf Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, vilja verja ríkisstjórnina vantrausti verði gengið að kröfum Hreyfingarinnar í ákveðnum málaflokkum.Fréttablaðið/Vilhelm Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfellingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinnar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyfingarinnar á sunnudag. Hugmyndir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meirihluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart," segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún staðist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingarinnar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þingmenn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum," segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks bankamanna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verðtryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingarinnar," segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum." Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent