180 kindum fargað vegna vanfóðrunar 16. maí 2012 08:00 fé vanrækt Verstu málin hafa komið upp hjá sauðfjárbændum sem eiga sjálfir um sárt að binda. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. fréttablaðið/vilhelm Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira