Segir netárásir á lítið varin fyrirtæki ógnvænlega þróun 16. maí 2012 14:00 Fyrirtækin tregari Fjármálakreppan hefur haft það í för með sér að fyrirtæki eru tregari til að verja fé í netöryggi, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte.Fréttablaðið/Stefán Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Mörg dæmi eru um netárásir á fyrirtæki á síðustu tveimur árum, árásir sem voru mögulegar vegna þess að fyrirtækin stóðu ekki nægilega vel að öryggismálum, segir Csaba Barta, sérfræðingur í netöryggismálum hjá Deloitte í Þýskalandi. Barta segir gott dæmi um þetta netárás á gagnagrunn Sony sem gerð hafi verið í fyrra. Með þeirri árás komust tölvuþrjótar yfir persónulegar upplýsingar um milljónir viðskiptavina fyrirtækisins sem hafi í kjölfarið lekið á netið. „Þessi þróun er sannarlega ógnvænleg, þegar við hugsum um hversu gríðarlegar upplýsingar er að finna í tölvukerfum fyrirtækja og stofnana," segir Barta. Hann heldur fræðslufund um nýjustu strauma og stefnur í netárásum á vegum Deloitte á Íslandi í dag. Hann segir margvíslegar hættur því samfara þegar tölvuþrjótar komist yfir persónulegar upplýsingar um fólk. Hægt sé að nota slíkar upplýsingar til að telja öðrum trú um að tölvuþrjóturinn sé í raun önnur manneskja, jafnvel stunda viðskipti í gegnum netið með þeim upplýsingum sem hægt er að komast yfir með þessum hætti. Barta segir í raun ekki hægt að tryggja algerlega öryggi tölvukerfa hjá fyrirtækjum. Hann segir hægt að ganga langt í að verja þau, sérstaklega með því að tryggja að þó tölvuþrjótur geti komist inn fyrir varnir kerfisins sé aðgengi hans takmarkað innan þess. Snjallsímar og spjaldtölvur sem stjórnendur fyrirtækja, og aðrir sem hafa aðgang að kerfum þeirra, nota í daglegum störfum geta verið alvarlegur veikleiki á tölvukerfum þeirra, segir Barta. Hann segir fyrirtæki sem vilja tryggja öryggi sitt verða að gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að aðgangur slíkra tækja sé takmarkaður, enda fremur auðvelt fyrir þá sem til þekkja að brjótast inn í hvaða snjallsíma sem er, hvort sem vírusvörn er í símanum eða ekki. Fyrirtæki sem verða fyrir netárásum reyna yfirleitt að halda árásunum leyndum, enda þekkt að slíkar árásir geta haft bein áhrif á hlutabréfaverð og afkomu fyrirtækja. Barta segir fréttir af árásum á síðustu árum þó hafa skilað því að stjórnendur fyrirtækjanna séu meðvitaðri um hættuna og margir hafi gert ráðstafanir til að bregðast við henni. „Rétta leiðin er að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir, ekki bara að undirbúa hvernig brugðist verði við eftir að skaðinn er skeður," segir Barta. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á netöryggi fyrirtækja á tvo vegu, segir Barta. Annars vegar séu fyrirtækin að spara og draga úr kostnaði. Þá geti verið freistandi að skera niður útgjöld sem fara í netöryggi. Hins vegar bendir hann á að margir hafi misst vinnuna í niðurskurðaraðgerðunum og því margir sem eigi harma að hefna og hafi nægan frítíma til að leita leiða til að hefna sín á fyrirtækjum sem þeir telja að hafi gert eitthvað á sinn hlut. Bæði stór og lítil fyrirtæki þurfa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi fyrirtækisins gegn netárásum, segir Barta. Hann bendir á að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lítið ferðaþjónustufyrirtæki sé vefsíða þess óaðgengileg þar sem bókanir fara gjarnan í gegnum vefsíðurnar. Auk þess sem það dregur úr trausti væntanlegra viðskiptavina að sjá að vefsíðan hefur orðið fyrir netárás. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent