Situr í varðhaldi og vill milljón frá ríkinu 16. maí 2012 10:30 Einar Marteinsson Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira