Þrjú hundruð hitta goðsögn 16. maí 2012 08:00 „Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það," segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Búist er við hátt í þrjú hundruð íslenskum tónlistaráhugamönnum í Austurbæ á laugardaginn þar sem trommuleikarinn Steve Gadd leikur á trommur og miðlar af reynslu sinni. Kvöldið áður spilar Gadd með James Taylor á tónleikum í Hörpu. Að sögn Sindra Más hefur hingað til verið dýrt að fá Gadd til landsins en þegar kom í ljós að hann myndi spila með Taylor á Íslandi samþykkti hann að vera með. „Fyrst ætlaði hann ekki að nenna en setti síðan upp tölu sem hann hefur eflaust búist við að við myndum hafna. Við stukkum á það," segir Sindri og bætir við að verðið hafi verið viðráðanlegt, sérstaklega af því að ekki þurfti að borga fyrir hann flugfar til Íslands. Gadd er lifandi goðsögn sem hefur leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. „Þetta er stór viðburður, ekki bara fyrir trommara heldur alla tónlistaráhugamenn," segir Sindri. „Eins og Jóhann Hjörleifsson [trommari Sálarinnar] sagði þá er þetta eins og fyrir kirkju að fá Jesú í heimsókn. Þetta er tvímælalaust sá núlifandi trommari sem er á toppnum í „legend"-deildinni."- fb Lífið Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það," segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Búist er við hátt í þrjú hundruð íslenskum tónlistaráhugamönnum í Austurbæ á laugardaginn þar sem trommuleikarinn Steve Gadd leikur á trommur og miðlar af reynslu sinni. Kvöldið áður spilar Gadd með James Taylor á tónleikum í Hörpu. Að sögn Sindra Más hefur hingað til verið dýrt að fá Gadd til landsins en þegar kom í ljós að hann myndi spila með Taylor á Íslandi samþykkti hann að vera með. „Fyrst ætlaði hann ekki að nenna en setti síðan upp tölu sem hann hefur eflaust búist við að við myndum hafna. Við stukkum á það," segir Sindri og bætir við að verðið hafi verið viðráðanlegt, sérstaklega af því að ekki þurfti að borga fyrir hann flugfar til Íslands. Gadd er lifandi goðsögn sem hefur leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. „Þetta er stór viðburður, ekki bara fyrir trommara heldur alla tónlistaráhugamenn," segir Sindri. „Eins og Jóhann Hjörleifsson [trommari Sálarinnar] sagði þá er þetta eins og fyrir kirkju að fá Jesú í heimsókn. Þetta er tvímælalaust sá núlifandi trommari sem er á toppnum í „legend"-deildinni."- fb
Lífið Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira