Útsýnið stórkostlegt í fyrstu fjallgöngunni 19. maí 2012 14:00 Á tindi akrafjalls Viktor arkaði alla leið upp á topp Akrafjalls og skrifaði í gestabókina eins og sönnum fjallagörpum ber.mynd/Kristrún Dögg Marteinsdóttir Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira