Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa 19. maí 2012 11:00 Óánægð Tinna og Marinó geta ekki sótt um barn vegna þess að þau komast ekki á nauðsynlegt námskeið á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Mynd/finnbogi Marinósson „Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að til standi að tilkynna félagsmönnum nú um helgina að komið sé að því að ganga á varasjóð félagsins. „Í reglugerð segir að félaginu beri að haga rekstri sínum þannig að ef það verður lagt niður séu til fjármunir til að fylgja eftir þeim umsóknum sem kunna að vera til staðar þegar starfsemin hættir," útskýrir Hörður. „Núna er félagið í lokunarfasa – eða frágangsferli. Það þýðir að þegar þessi sjóður er upp urinn, einhvern tímann í haust, þá er ekki lengur neitt svigrúm til að starfa." Tinna og maður hennar, Marinó Magnús Guðmundsson, fengu forsamþykki frá íslenskum stjórnvöldum fyrir ættleiðingu í mars en lengra komast þau ekki vegna þess að seta á námskeiðinu er skilyrði fyrir því að hægt sé að senda umsókn úr landi. „Það er enginn að fara að ættleiða nema þetta námskeið verði haldið. Ef þau gera ekki eitthvað í þessu þá eru þau að fara að stoppa ættleiðingu til Íslands. Þetta er ekkert flókið," segir Tinna. Hún er sjálf ættleidd og segir að nú til dags sé biðtíminn umtalsvert lengri en var þegar hún kom til landsins, þótt ekki bætist við tafir við að leysa úr málinu í innanríkisráðuneytinu. Tinna hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra en kveðst ekki enn hafa fengið svar við beiðninni. Hörður segir að Íslensk ættleiðing sé nokkurn veginn í sömu stöðu núna og fyrir tveimur mánuðum. „Okkur hefur reyndar verið sagt að kannski komi eitthvað inn á fjáraukalög í haust, en höfum enga fullvissu um það," segir hann. Ekki náðist í Ögmund Jónasson í gær. Hann er staddur erlendis. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent